Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 35

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 35
N. Kv. PITCAIRN-EYJAN 67 unni. Aldrei hafði hann séð aðra eins vöðva og á baki og herðum þessa unglings. Aldrei séð fallegri mann. Svipur hans var ákveðinn og djarflegur, eins og á ungum Englendingi, en hörundslitur hans, dökk augun og svart, þykkt hárið, sem féll í bylgjum niður um herðarnar, bar þó vott um, að hann var ekki Englendingur í báðar ættir. Þeir voru nú komnir upp undir land, austanverðu við lítinn flóa, þar sem til- komumikill drangur stóð eins og risi á verði við ströndina. Hátt, þverhníft bjarg skýldi flóanum fyrir suðaustan vindinum. Þung hafaldan, sem barst inn flóann, brotn- aði á klettunum, svo að brimlöðrið þyrlað- ist hátt upp. Flóinn var allur fullur af blindskerjum, sem braut á. Stýrimanninum virtist útilokað að nokkur bátur gæti lent á slíkum stað. Hvar sem hann leit virtist honum klettarnir ganga þverhníft niður í sjó. En er hann gætti betur að, sá hann ör- lítið fjöruborð undir skógivaxinni hæð. Nokkrir menn höfðu safnazt þar saman og horfðu á bátinn, sem kom nær. Til þess að komast til lendingarstaðarins, þurfti að fara á milli fjölda skerja, sem sjórinn braut á, en ungu mennirnir reru rólegir og á- kveðnir nær ströndinni. Þeir stöðvuðu bátinn rétt fyrir utan brim- garðinn og biðu eftir lagi. Sá, sem stýrði bátnum gaf merki, báturinn lyftist upp á háa öldu, sem bar hann með ofsa hraða til lands. Áður en stýrimaðurinn gat áttað sig, var báturinn kominn upp í fjöruna. Nokkrir ungir og kraftalegir menn hlupu íram í flæðarmálið og héldu bátnum föst- um, svo að útsogið drægi hann ekki lit aft- ur. Ræðararnir stukku út úr bátnum, sem á svipstundu var dreginn upp fyrir flæðar- mál. Webber tók nú, sér til mikillar undrunar, eftir því, að þarna voru eingöngu saman komin drengir og stúlkur á aldrinum 10— 18 ára. Ekki einn einasti fullorðinn karl- maður var sjáanlegur. Hvar voru foreldrar þessa unga fólks? Fimmtudagur Október hafði sagt, að þeir hefðu aldrei fyrr séð skip, svo að stýrimanninum virtist það ein- kennilegt, að fólkið, sem svo lengi hafði verið einangrað frá umheiminum, skyldi ekki hafa meiri áhuga á að fá fréttir það- an. Unga fólkið virtist feimið, næstum þvi hrætt. Enginn heilsaði hinum ókunna manni. Það hélt sig í nokkurri fjarlægð frá honum og horfði forvitnislega á hann. Drengirnir báru samskonar mittisskýlur og þeir, sem komu fram á skipið, og stúlk- urnar voru einnig með mittisskýlur; flestar þeirar höfðu lcranza úr ilmandi blómum á höfðinu. Sumar stúlkurnar mundu hafa vakið eftirtekt hvar sem var, vegna þess hve fríðar þær voru, en virtust frekar vera af spönskum heldur en enskum ættum. Þær töluðu mál, sem Webber skildi ekki. Ungu mennirnir þrír komu nú aftur, er þeir höfðu komið bátnum fyrir á öruggum stað. Yngsti drengurinn, sem hét James, hélt á fötunum, sem þeir höfðu fengið um borð í skipinu. Drengirnir og stúlkurnar söfnuðust utan um þá, þreifuðu á fötunum og létu undrun sína í ljós. Fimmtudagur Október tók í handlegg Webber. — Komdu þessa leið, herra, sagði hann. Snarbrött brekka lá upp frá ströndinni upp á skógivaxið hæðardrag, tvö hundruð metrum fyrir ofan. Krákustígur lá upp brekkuna, og drengirnir og stúlkurnar gengu svo liratt, að Webber missti brátt sjónar af þeim. Hann fylgdi leiðsögumanni sínum og öfundaði hann af því hve léttilega hann komst yfir allar torfærur, þar sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.