Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 52

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 52
84 PITCAIRN-EYJAN N. Kv. horfði í gegnum sjónaukann sá ég, að þetta var stórbáturinn okkar á hvolfi. Nokkrar af konunum voru á sundi í kringum hann, en hinar höfðu komizt á kjöl og bjargað börn- imum þangað. Þér getið hugsað yður hvílík skelfing greip okkur við þessa sjón. Við áttum erfitt með að trúa okkar eigin augum. Við hlup- um heim til Mc Coy til þess að sækja Quin- tal. Hann var sofandi. Við reyndum að vekja hann, en það ætlaði ekki að takast. — Þú verður að vekja hann, sagði ég við Will, — sparkaðu í hann, ef annað dugar ekki, og segðu honum að Matt litli hafi dottið í sjóinn. Síðan hlupum við Young niður að sjónum. Við settum einn bátinn á flot. Til allrar hamingju var ekki mikið brim, svo að við komumst greiðlega frá landi. Þér getið gert yður í hugarlund, að við tókum rösklega til áranna. Rétt eftir að við vorum komnir út fyrir brimgarðinn, gekk yfir regnskúr. Regnið fossaði niður, svo að ég hef aldrei séð ann- að eins. Litlu síðar var hún gengin hjá, og við sáum bátinn skammt frá okkur. Ef konurnar hefðu verið enskar, mundu þær og börnin hafa drukknað þennan dag. En þær voru allar vel syndar. Prudence og Mary syntu á móti okkur og réttu börnin upp í bátinn, áður en þær komu sjálfar. Innan stundar lögðum við að bátnum og frú Christian rétti okkur Mary litlu. Síðan tók- i,m við öll börnin yfir í bátinn til okkar. Mc Coy og Quintal voru nú rétt komnir til okkar. Þegar þeir voru í kallfæri, hróp- aði Quintal: — Hefur Matt verið bjargað. — Já, öllum hefur verið bjargað, hróp- aði ég á móti. Mary var í bátnum okkar með bæði börn sín. Ég mun aldrei gleyma svip WiRs, þeg- ar hann sá þau. Síðan tókum við allar kon- urnar og börnin upp í bátana til okkar, fest- um stóra bátinn aftan í okkar báta og rer- um til lands. Nokkrar konurnar grétu, en ekki var sagt orð á leiðinni til lands. Eg hef aldrei séð meiri örvæntingu í svip nokkurs manns en frú Christian, þar sem hún sat með Mary litlu í fanginu. Sú sjón mun aldrei líða mér úr minni. Þegar við komum til lands, fóru sumar konurnar strax heim með bömin, en hinar hjálpuðu okkur til þess að búa um bátana. Enginn sagði neitt. Við skömmuðumst okk- ar meira en svo, að við áteldum þær fyrir þetta tiltæki þeirra. Hugsið þér yður, herra. Þær ætluðu sér að komast á þessum litla báti til næstu eyja. An þess að við yrðum þess varir, hafði frú Christian látið konurnar safna matarbirgð- um og seglbúa bátinn. Hefði bátnum ekki hvolft, mundu þau öll hafa farizt, það er alveg víst. En á þessu getið sér séð, hversu örvænt- ingarfullar þær voru. Þær voru leiðar á okkur og hötuðu þessa eyju, þar sem þær liöfðu verið áhorfendur að blóðsúthelling- um og hryðjuverkum. En þetta var okkar sök. Þær kusu heldur að deyja en að lifa hjá okkur. En þó mun það sérstaklega hafa ráðið gerðum þeirra, að börnin ólust upp lijá slíkum feðrum, sem við vorum orðnir. Þetta kvöld komum við karlmennirnir saman, en ekki til þess að drekka. Mc Coy tók fyrstur til máls. — Herra Young, sagði hann. — Nú vil ég ekki lengur lifa þessu lífi. Eg veit vel, að ég hef átt mikla sök á því, sem gerzt hefur. Eg ætla ekki að verða valdur að meiri ágæfu. Við eigum börn og góðar konur. Héðan af ætla ég að lifa heið- arlegu og friðsömu lífi. — Ég er þér alveg sammála, Will, sagði ég og reis á fætur. — Ég gef þér hönd mína því til staðfestingar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.