Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 53
N. Kv.
PITCAIRN-EYJAN
85
Við vorum allir sammála. Quintal lofaði
bót og betrun jafn hátíðlega og við hinir.
Við unnum eið að því, að bragða ekki fram-
ar meira vín, og gengum til svefns með
góða samvizku í fyrsta skipti í mörg ár.
Héðan af átti að ríkja ró og friður á Pit-
cairn-eyjunni.
Átjándi kafli.
Nú ætla ég að fara fljótt yfir sögu næstu
þriggja ára. Það er tímabil, sem ég vil
helzt ekki þurfa að rifja upp. Eg sagði, að
ég skyldi segja satt frá öllu, sem gerðist, og
það hef ég gert, en þér kærið yður vafa-
laust ekki um, að sagt sé frá öllum smá-
atriðum. Um þessi þrjú ár er í stuttu máli
ekki amiað að segja en að ástandið fór stöð-
ugt versnandi. Áður en margir dagar voru
liðnir, höfðum við rofið heit okkar og svar-
daga. Maimiti hafði fyrir löngu flutt burt
með börn sín þrjú og Moetna og Nanai fóru
með henni. Ekki leið á löngu unz Taurua
og Jenny fóru að þeirra dæmi og smátt og
smátt voru öll börnin komin til þeirra í
Autédalinn. Við gátum ekkert við þessu
sagt, og vorum í raun og veru fegnir því,
að börnin voru farin. Satt að segja var
þetta ekki lengur staður fyrir börn.
Balhadi hafði ekki farið frá mér, því
hún vonaði, að ég sæi að mér, og Mary var
einnig hjá Mc Coy. En við tókum ekki mik-
ið tillit til þeirra. Fjórar aðrar konur, Hu-
tia, Prudence, Susannah og Sarah voru
einnig hjá okkur, og sambúðin var þannig,
að ég blygðast mín að hugsa til þess.
Herra Young hagaði sér engu betur en
við. Ef til vill furðar yður á því, að hann
skyldi ekki gera það. Hann var prúðmenni
að eðlisfari og hafði fengið gott uppeldi.
Hvernig gat hann þá glatað sjálfsvirðingu
sinni <vo gjörsamlega, að hann legði lag
sitt við menn eins og Quintal, Mc Coy og
mig.
Eg held, að eftir dauða herra Christians
hafi vonleysi og svartsýni yfirbugað herra
Young, þegar hann sá, hverju fram fór.
Hann hafði aldrei verið til foringja fallinn,
og hefur sennilega álitið, að hann mundi
aldrei geta haft áhrif á okkur til hins betra,
og þess vegna væri bezt að láta okkur ráða.
Þér vitið líka, herra, að maður, sem hugs-
ar svona lendir fljótt í sorpinu, þótt góður
sé. En það var greinilegt, að hann fyrirleit
sjálfan sig. Aldrei hef ég séð jafn rauna-
legt andlit á nokkrum manni og á herra
Young. Það var mikið áfall fyrir hann,
þegar Taurua fór frá honum til Maimiti,
en það breytti honum ekki neitt, þá tók
hann að drekka meira en liann hafði gert
áður, líkt og hann ætlaði með því, að
frem'a sjálfsmorð. Þrátt fyrir þetta og allt
annað, var hann alltaf prúðmenni. Eg veit
vel, að það var aðeins vínið, sem kom hon-
um til að fara að okkar dæmi.
Á þessu gekk þar til haustið 1797. Eg
man greinilega eftir einu drykkjusvalli
seint á því ári. Við höfum skotið svín og
béldum síðan veizlu í tilefni af því. Við
vorum fjórir og konurnar, sem ég hef áður
minnzt á. Af tilviljun bar Jenny og Moetna
að, þegar veizlan stóð sem hæst. Þá höguð-
um við okkur þannig, að það tók út yfir
allt, sem áður hafði gerzt. Það rifjaðist upp
fýrir Mc Coy, að þessa dagana voru fjögur
ár liðin frá því, er síðasti blökkumaðurinn
var drepinn. Hann var svo drukkinn, að
hann skeytti ekki um neitt og sagði konun-
um, að þessi hátíð væri haldin til minning-
ar um það. Síðan tók Quintal að hælast um
við Moetna, sem hafði verið kona Minarii,
og lýsa því, hvernig hann kastaði manni