Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 16

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 16
48 KALL LÍFSINS N.Kv. Ég baðst afsökunar og kenndi myrkrinu um. Og hvernig hún tók afsökun minni, sannfærði mig um það, að hún væri ekki venjulegt kvöldfiðrildi. Leiðið mig, sagði ég aftur. Það er hlýrra. Llún tók undir arm mér. Við gengum íram og aftur nokkrum sinn- um. Hún hað mig að líta á klukkuna aftur. Hún er tíu, sagði ég. Hvar eigið þér heima? I Gömlu Kóngsgötu. Ég stöðvaði hana. Og má ég fylgja yður að hliðinu? spurði ég- Nei, helzt ekki, svaraði hún. Nei, það megið þér ekki .... Þér búið í Breiðugötu. Hvernig vitið þér það? spurði ég hissa. Ég veit, hver þér eruð, svaraði hún. Þögn. Við leiðumst inn á betur lýstar götur. Hún gekk hratt, löng sorgarslæðan blakti. Hún sagði: Við skulum bara ganga hratt. Við hliðið hennar í Gömlu Kóngsgötu sneri hún sér að mér, eins og hún ætlaði að fara að þakka mér fyrir heimfylgdina. Ég opnaði hliðið fyrir hana, hún gekk hægt inn. Ég rak öxlina varlega í hliðið og fór á eftir inn. Þá tók hún um hönd mína. Hvorugt mælti orð. Við gengum upp nokkur þrep og stönz- uðum á annarri hæð. Hún opnaði sjálf and- dyrið og aðra hurð, tók í hönd mína og leiddi mig inn. Það hlaut að vera stofa; ég heyrði tif í klukku uppi á vegg. Stúlkan stóð kyrr eitt augnablik fyrir innan dyrn- ar, lagði handleggina skyndilega um háls- inn á mér og kyssti mig titrandi og heitt á munninn. Beint á munninn. Setjist þér nú niður, sagði hún. Hér er legubekkur. Á meðan ætla ég að kveikja. Hún kveikti. Ég leit í kringum mig, ringlaður og for- vitinn. Ég sá, að það var stór, forkunnar vel innréttuð dagstofa, sem ég var í; það voru einnig opnar dyr inn í aðrar stofur við hliðina. Ég gal ekki skilið hvernig mann- eskja það var, sem ég hafði rekizt á, og ég sagði: Mikið er fínt hér. Búið þér hér? Já, þetta er heimili mitt, svaraði hún. Er þetta heimili yðar? Eruð þér þá dótt- irin hér? Hún hló og svaraði: Nei nei. Ég er gömul kona. Sjáið þér. Hún fór úr kápunni og tók af sér slæð- una. Þarna getið þér séð, sagði hún og vafði mig örmum einu sinni ennþá, skyndilega, keyrð af óstýrilátum ofsa. Hún gat verið tuttugu og tveggja til þriggja ára. Hún bar hring á hægri hendi og gat þessvegna verið gift kona. Falleg? Nei, hún var freknótt og hafði næstum eng- ar augabrúnir, en það var ólgandi líf yfir henni og munnurinn var sérstaklega falleg- ur. Ég ætlaði að spyrja hana, hvað hún héti, hvar maðurinn hennar væri, ef hún ætti einhvern. Ég vildi vita, í hvers húsi ég væri; en hún kastaði sér í fang mér, þegar ég opn- aði munninn og sagði, að ég mætti ekki vera forvitinn. Ég heiti Ellen, sagði hún. Má bjóða yður eitthvað? Það gerir ekkert til, ég get hringt eftir því. Þér verðið bara að fara inn í svefnherbergið á meðan. Ég fór inn í svefnherbergið. Stofulamp- inn kastaði lítilsháttar birtu þangað inn; ég sá tvö rúm. Ellen hringdi og bað um vín. Ég heyrði, að stúlka kom með vínið og fór aftur. Rétt á eftir kom Ellen á eftir mér inn í svefnherbergið, hún stóð við dymar. Ég gekk nokkur skref í áttina til hennar, hún
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.