Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Side 49

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Side 49
N. Kv. PITCAIRN-EYJAN 81 sínum að drekka með sér. Ekki leið á löngu unz Prudence, Hutia og stundum Jenny, fóru að heimsækja þá á hverju kvöldi. Þá var það, að mig fór fyrst að gruna eitthvað. Það eina, sem ég get sagt mér til afsökun- ar, er það, að ég reyndi að halda aftur af Hutiu og Prudence. En það var eins og þær gætu drekkt öllum sorgum sínum í víninu, og eftir það var ómögulegt að aftra þeim frá að vera stöðugt heima hjá Mc Coy. En þessar konur, sem ég hef nefnt, voru þær einu. sem nokkru sinni snertu við víninu, hinar vildu ekki líta við því. Kvöld nokkurt, áður en ég var orðinn heill heilsu, kom herra Young inn til mín. Hann var eins og allt annar maður, svo að ég þóttist undireins geta ráðið í hvar hann hefði verið. — Alex, sagði hann. Eg hef hérna dá- lítið, sem mun hressa þig. — Hvað er það? spurði ég, þó að ég vissi mjög vel, hvað það var. Hann var með flösku undir hendinni og lét hana á borðið. — Will Mc Coy sendir þér þetta með kærri kveðju, sagði hann, og ég get sagt þér að það er ágætt. Þú getur tæplega fundið mun b því og bezta Lundúna-víni. — Þú hefur fengið þér neðan í því Young. Það leynir sér ekki. — Já. Ég hef bragðað á því, sagði Young. Hvers vegna ættum við ekki að fá okkur hressingu einstaka sinnum? Við lif- um hér einmanalegu lífi, og það er ekki nema gott að geta glatt sig stöku sinnum. — Young, sagði ég. — Eg skal ekki neita að mér þætti gott að eiga eina tunnu af áfengi, en hefur þú hugsað um afleið- mgainar? Þú hefur aldrei séð Quintal, þeg- ar hann fær æðisköst, en ég hef séð það. Haim verður alveg hamslaus. — Hann er þó ágætur í kvöld, sagði Young. — Það getur verið, sagði ég, en maður veit aldrei hvenær hann fær æðisköstin. — Jæja. Fjandinn hafi Quintal, sagði Young drafandi. Nú hugsa ég ekki um ann- að en brennivín. Mér hefur ekki liðið svona vel í marga mánuði. Ég held að ef við fáum okkur venjulegan sjómanns skammt eins og í ganila daga, muni það ekki saka okkur neitt. ^ Ég svaraði ekki undir eins. Allt í einu starði hann á mig og reis snöggt á fætur. Mér sýndist öll vínáhrif renna af honum. — Guð fyrirgefi mér, Alex, hrópaði hann Ef það er ætlun þín að neyta ekki víns framar, mundi ég fyrr láta höggva af mér höndina en að halda því að þér. Hann greip flöskuna og var í þann veginn að fara. En ég var svo heimskur að biðja hann að láta hana aftur á borðið. Langan tíma hafði ég ekki neytt áfengis og gat því vel verið án þess, og ég vissi líka hvernig fara mundi, ef ég byrjaði aftur. Satt að segja, herra, held ég að engum sjómanni hafi þótt vín cins gott og mér. Ég var ungur, þegar ég fyrst fór að neyta áfengis, og ég ætla ekki að lýsa því, hve ég naut þess að dreypa á flöskunni. I stuttu máli sagt. Eg greip flöskuna og að vöxmu spori höfðum við lokið úr henni. Herra Young hafði rétt fyrir sér. Mér leið vel. Fg hafði verið þunglyndur undanfarið, en nú fannst mér allt vera eins ákjósanlegt og þaö' gat verið. Balhadi horfði á okkur og þótti vænt um að við skyldum vera ánægð- ir. Konurnar höfðu enga hugmynd um, hversu alvarlegar afleiðingar drykkjuskap- ur geiur haft. Þær höfðu aldrei séð nein dæmi til þess og höfðu því fyrst í stað ekk- ert við það að athuga, þótt við fengjum okkur í staupinu. Meiri hluti þeirra vildi þó ekl i drekka með okkur, en það var ein ■

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.