Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 21

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 21
N. Kv. TYRKIR OG UNGVERJAR 53 fíuttu Tyrkir fólkið á burt, einkum í austur- héruðum Balkanskaga og komu því fyrir á áður lítt byggða staði, en fluttu sjálfir inn bændur frá Litlu-Asíu í staðinn. Þessir tyrknesku innflytjendur voru hvorttveggja í senn bændur og hermenn. A friðartímum stunduðu þeir jarðyrkju. Á styrjaldartím- um vörðu þeir ríkið með vopn í hönd. Heldri menn meðal þeirra höfðu oft þýð- ingarmikið embætti og stöður. Hvar sem þessir tyrknesku bændahermenn settust að reyndust þeir góðir nágrannar og trúir vin- ir, starfsmenn í friði, traustir hermenn í styrjöld og hugrakkir á hættunnar stund, dyggir þegnar, mildir og líknsamir yfir- boðarar. Svo mælir rúmenski sagnfræðing- urinn Jorga, sem var eldheitur rúmenskur þjóðernissinni. Er því ekki ástæða til að væna hann um hlutdrægni Tyrkjum í vil. Það er eftirtektarvert, að á sama tíma og Filippus II. Spánarkonungur og eftirmenn hans útrýmdu með báli og brandi Múham- eðstrú á Spáni, létu Tyrkir alla þegna sína njóta trúfrelsis. Aðeins í Albaníu og Bosníu tók fólkið Múhameðstrú. Landaðallinn í þessum löndum kastaði kristninni til að halda óðulum sínum, alþýða manna fetaði í fótspor þeirra. í margar aldir voru síðan Albanir og Bosníumenn meðal hinna traust- ustu hermanna Tyrkjasoldáns, en herinn var það meginafl, sem ríkið studdist við. Með tilstyrk hersins tókst soldáni að halda ríkinu óskertu til loka 17. aldar. Alla 17. öld áttu Tyrkir í miklum styrjöldum við Persa, Austurríkismenn, Rússa og Pólverja, og veitti ýmsum betur. Á 16. og 17. öld voru Austurríkismenn aðalandstæðingar Tyrkja og Ungverjaland var hinn mikli vígvöllur, sem herir keisarans í Vín og soldánsins í Konstantínopel börðust um. Tvisvar komust Tyrkir til Vínar á 16. öld, 1546, en voru hraktir þaðan aftur, og á 17. öld nokkru eft- ir 1680. Þá fengu Austurríkismenn hjálp frá Pólverjum. Tyrkir voru hraktir burtu og síðan var barist í Ungverjalandi og Suð- ur-Rússlandi, en þá urðu Tyrkir að semja frið og sleppa Ungverjalandi með Transylv- aníu og öðrum ungverskum skattlöndum við Austurríkiskeisara. Rússar og Pólverj- ar fengu sneiðar af löndum Tyrkja norðan Svartahafs og ítalska sjóborgríkið Venezía fékk ítök á Grikklandseyjum. Eftir það voru Rússar og Tyrkir höfuð- óvinir í tvær aldir. Rússland efldist en Tyrklandi hnignaði að sama skapi. Þar með hefst hnignun Tyrkjaveldis. 3. Hnignun og sundurliðun Tyrkjoveldis. Á síðari hluta 17. aldar hafði Tyrkja- veldi dregizt meir og meir aftur úr öðrum stórveldum. Bar margt til þess, en einkum þó það, að Tyrkir, sem voru innikróaðir við Miðjarðarhaf fóru algjörlega varhluta af þeim mikla auði, sem nýlenduverzlunin í Ameríku og Indlandi sópaði til ríkjanna í Vestur-Evrópu og sem lagði grundvöllinn að framförum, menningu og velmegun Vest- urlanda. Tyrkir hlutu því í framtíðinni að verða undir fyrir þeim þjóðum, sem stóðu þeim ofar í menningu. Að vísu gátu þeir boðið Rússum byrginn meðan Rússland var einangrað bændaland, en eftir að Pétur mikli hafði brotið Rússum leiðina til sjáv- ar við Eystrasalt og Rússar komið sér upp flota og endurbætt her sinn, fóru Tyrkir yf- irleitt halloka fyrir Rússum, enda voru Rússar miklu fjölmennari þjóð en Tyrkir. Tyrkir voru að vísu betri hermenn en Rúss- ar, en stóðu á þann hátt verr að vígi, að þeir gátu aldrei boðið hinum kristnu þegnum sínum út í hernaðarleiðangur, vegna þess
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.