Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Page 46

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Page 46
78 PITCAIRN-EYJAN N. Kv. — Smith! sagði hann. — Já, herra. Þegar hann tók aftur til máls, varð ég svo undrandi, að ég get ekki munað ná- kvæmlega orðin, sem hann sagði. Annað Ijvort sagði hann — það er tækifæri nú — eða — það er ennþá tækifæri. Hann virtist ekki vænta svars, svo að ég svaraði engu, en lá hreyfingarlaus og hugs- aði um, hvað hann ætti við. Ef hann hefur sagt, — það er tækifæri nú, þá eru það þau döprustu orð, sem nokkru sinni hafa verið -ögð, því þá hefur hann átt við, að þegar hann væri dáinn, gætum við lifað í friði. Eg get varla trúað, að hann hafi sagt þetta, en þó er það hugsanlegt. Eftir góða stund heyrði ég rödd hans aft- ur. — Látið börnin aldrei vita neitt um það, sem fyrir hefur komið, voru síðustu orðin, sem ég heyrði hann segja. Ég hlýt að hafa sofnað, því að er ég opnaði augun aftur var dimmt í herberg- inu. Það var grátur frú Christian, sem vakti mig. Ég gat hvorki séð hana né herra Christian, en ég vissi, að allt var um garð cengið. Sautjándi kafli. Næsti mánuður var dapurlegur tími. Ég var fyrst í stað hræddur um, að frú Christi- an mundi missa vitið. Hún reikaði þegjandi um húsið, andlitssvipur hennar var stein- gerður, líkt og hún hefði ekki ennþá skilið hvað gerzt hafði Hún grét ekki, þótt það ef til vill. hefði veitt henni einhverja hugsvöl- un. Stundum liðu svo heilir dagar, að hún sagði ekki eitt einasta orð. — Já, það voru hörmulegir tímar fyrir nkkur öll. Eg mun aldrei gleyma hve ein- mana við vorum. En þó var það einn mað- ur, sem enginn óskaði að kæmi aftur, það var Martin. Um það vorum við öll sam- mála. En við söknuðum allra hinna, sem dánir voru, bæði hvítu mannanna og þeirra svörtu, en sérstaklega söknuðum við þó ChrkRans. Yið sáum nú betur en nokkru sinni áður, hversu mikils virði hann hafði verið okkur. Enginn okkar var þeim kost- um búinn að geta tekið stöðu hans. Við vorum eins og hjörð án hirðis. Ég held að herra Young hafi átt erfiðast með að sætta sig við það, sem gerzt hafði. Tímum saman sat hann uppi á fjallinu og horfði út yfir hafið, eða reikaði um eyna, lílct og hann gengi í svefni. Aður hafði hann verið spaugsamur og skemmtilegur, en eftir dauða Christians, sá ég honum aldrei .-'tökkva bros. Þar sem ég var mikið særður, þurfti ég á hjálp hans að hlda. Þegar Mai- miti og Balhadi sátu ekki hjá mér, gerði hann það, og þá reyndi ég oft að fá hann til að hugsa um, hvernig við gætum búið okk- ur undir framtíðina, hvernig við ættum að skipta landinu og húsunum á milli okkar og margt fleira. Hann lézt hafa áhuga fyrir þessu, en ég sá að það var einungis upp- gerð. Það var gæfa frú Christian, að hún hafði konurnar og börnin hjá sér. Smátt og smátt jafnaði hún sig og reyndi eins og hún gat að uppörva hinar konurnar. Eg veit ekki, hvað þær hefðu getað án hennar. Dag nokkurn, þegar hún og herra Young sátu inni hjá mér, minntist hún á Moetna og Nanai. Þær höfðu ekki látið sjá sig ná- Jægt bústöðunum, síðan þær báru herra Christian heim, en bjuggu útaf fyrir sig i núsi Williams hins vegar á eynni. Sumir héldu að þær hefðu vitað, að menn þeirra höfðu í hvggju að drepa alla hvítu menn- ina, og það hefði auðveldlega getað dregið

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.