Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 28

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 28
60 TYRKIR OG UNGVERJAR N.Kv. forseta. Tók liann síðar upp nafnið Kemal Ataturk (Tyrkjafaðir). Kemal Ataturk var forseti Tyrklands til dauðadags 1938. Hann stjórnaði ríkinu sem einvaldur væri með aðstoð ráðherra sinna. Þjóðþingið um daga hans var aldrei annað en ráðgjafasamkunda. Kemal Ataturk var fæddur í Saloniki í Makedoníu. Af fátæku fólki kominn. Fjöl- skylda hans var múhameðstrúar og talaði tyrknesku, en var af albönskum og make- dóniskum ættum, aðeins lítið eitt blönduð tyrknesku blóði. Eigi að síður ólst Kemal upp sem góður Tyrki bæði að máli og menningu, en ekki að trú, því að hann var snemma trúlaus. Hann lauk ungur liðsfor- iygjaprófi, hallaðist upprunalega mest að Ung-Tyrkjum, en var miklu fi'jálslyndari í skoðunum heldur en þeir. Hann tók þátt í styrjöldum Tyrkja við Itali og Balkanþjóð- irnar. Seinna í heimsstyrjöldinni 1914— 1918 gat hann sér einkum góðan orðstír fyrir vörnina við Dardanellasund 1915. Hann var þá talinn einn af beztu hershöfð- ingjum Tyrkja, en var stöðugt haldið niðri vegna þess haturs, sem Enver og félagar hans höfðu á honum. Árið 1918, þegar heimsstyrjöldinni var lokið, veltust Enver og þeir félagar frá völdum og flýðu land, en Kemal varð eftir í landinu. Hann gekk í þjónustu stjórnarinnar, en rauf trúnað við hana og gerðist foringi hinna þjóðlegu upp- reisnarmanna eins og áður er sagt með þeim árangri, að hann varð þjóðarleiðtogi og frelsishetja hinnar tyrknesku þjóðar. Hon- um var það ljóst, að Tyrkland var fyrst og fremst Asíuríki en ekki Evrópuríki. Því að tíu elleftu af öllum þegnum ríkisins bjuggu nú í Asíu en ekki Evrópu. Þess vegna flutti hann höfuðstaðinn til Ankara, en hann sá líka, að það var nauðsynlegt fyrir tyrk- nesku þjóðina að taka upp vestræna menn- ingu. Þess vegna aðskildi hann ríki og kirkju í Tyrklandi, gerði eignir kirkjunnar upptækar og skipti jarðeignum kirkjunnar og aðalsins upp milli bændanna. Klaustrun- um var lokað, eignir þeirra gerðar upptæk- ar og munkarnir reknir út og þeim sagt að þeir yrðu að vinna eins og aðrir. Fjölkvæni var bannað með lögum, þó að slíkt væri leyft í trú Múhameðs. Fólkið var látið taka upp vesturlandabúning. Hinir gömlu aðals- og embættistitlar (effendi, bey og pashja) voru bannaðir.Kóraninn, biblía Múhameðs- trúarmanna, var afnumin sem lögbók og borgaraleg lög komu í staðinn. Véltækni og verksmiðjuiðnaður tóku miklum framför- um, landbúnaðurinn rétti við. Fólkinu var kennt að lesa og skrifa. Áður hafði aðeins yfirstéttin kunnað þær listir. Háskólar landsins voru endurbættir og fjöldi af öðr- um skólum komið upp. Herinn og flotinn voru efldir, heilbrigðismálin sett í betra horf og sjúkrahúsum komið upp, þar sem þeirra var þörf. Að lokum var arabiska letrið afnumið og latneska letrið lögleitt í staðinn. Á hálfum öðrum áratug var þannig hinu helstirðnaða miðaldarþjóðfélagi velt í rústir og borgaralegu þjóðfélagi komið upp. Ríkisrekstur varð eðlilega mikill, því að borgaralegu stéttirnar höfðu aldrei ver- ið sérstaklega sterkar fjárhagslega, en stéttamismunurinn hefur fyrir bragðið orð- ið minni í hinu nýja Tyrklandi, en í hinu gamla soldánsdæmi. Kemal Ataturk lagði mikla áherzlu á það, að Tyrkland væri þjóðríki. Hann gaf upp allar landakröfur á hendur öðrum ríkj- um. Aðeins á sýrlenzku landamærunum gerðu Týrkir kröfu til lítilla breytinga og fengu héraðið Alexandrette 1935—1936. Sambúðin við Rússa var hin bezta. Sambúð- in við Breta og Bandaríkin og Frakka var ekki góð upprunalega, en batnaði síðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.