Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Side 27
N. Kv.
TYRKIR OG UNGVERJAR
59
byggðunum í Litlu-Asíu. Hann sigraði Arm-
eninga og neyddi þá til að sleppa þeim hér-
uðum, sem Armeníumenn höfðu fengið af
Tyrkjum 1920. Þá varð bylting í Armeníu.
Sovétstjórn kom þar til valda. Hún lét sér
nægja yfirráðin yfir rússnesku Armeníu,
þar sem meginþorri armensku þjóðarinnar
býr og samdi frið við Mustafa Kemal
samkvæmt ósk bolsivíkkastjórnarinnar í
Moskva. Veitti bolsivíkkastjórnin Kemal
góðan stuðning með vopnum og fjárfram-
lögum. Strax haustið 1920 hóf Mustafa Ke-
mal styrjöld á hendur Grikkjum í Litlu-
Asíu. Sá maður, sem þá um skeið hafði
ráðið mestu í Grikklandi, var Venezelos
hinn frægi foringi frjálslyndu flokkanna í
Grikklandi. Ilann ætlaði sér að stofna stórt
grískt ríki, sem næði auk Grikklands yfir
Konstantínopel og allan suðurhluta Litlu-
Asíu austur til Iraqs og Sýrlands. Hann
ætlaði á þann hátt að ná tangarhaldi á olíu-
lindum Sýrlands og Iraqs. Hann naut
stuðnings ensku stjórnarinnar undir forustu
Lloyds Georges og gríska vopnasalans og
milljónamæringsins sir Basil Zaharaff. Ve-
nezelos hafði á heimsstyrjaldarárunum átt
manna mestan þátt í því, að Grikkir gengu
í lið með vesturveldunum en ekki Þjóðverj-
um. Honum hafði verið ljóst frá byrjun, að
vesturveldin myndu verða ofan á. Til þess
að koma þessu í framkvæmd, hafði hann
orðið að hrekja hinn íhaldssama konung
frá völdum. Enda hafði konungur, Konstan-
tín I., verið mjög þýzksinnaður. Venezelos
hafði unnið mikið og þarft verk innanlands
í Grikklandi og komið þar á mörgum um-
bótum til hagsbóta fyrir hina fátækari stétt,
og átt sinn þátt í því, að Grikkland fékk ár-
ið 1913 náttúruleg og þjóðleg landamæri.
Margir grískir menntamenn og frjálslyndir
auðborgarar dáðu hann og virtu. Hin fá-
tæka alþýða bæjanna elskaði hann og tign-
aði, en meiri hluti hinnar grísku yfirstéttar
var honum andvígur svo og bændurnir. Ein-
mitt þegar Kemal hóf sókn sína á móti
Grikkjum, beið Venezelos mikinn ósigur
við þingkosningarnar í Grikklandi, og varð
að flýja land,en Konstantín konungur komst
aftur til valda. Hann og fylgismenn hans
voru enn þá meiri landvinningasinnar en
Venezelos. Styrjöldin geisaði því áfram af
fullum krafti. En þrátt fyrir ágætan útbún-
að og gott skipulag gátu hinir grísku herir
ekki reist rönd við hinum illa vopnuðu og
tötrum klæddu herflokkum Kemals. Smám
saman hrakti Kemal Grikki út til vestur-
strandarinnar og gersigraði síðustu heri
Grikkja við Smyrna. Her Grikkja var þar
bókstaflega hrakinn í hafið. Árið 1923 var
svo saminn friður í Lausanne. Grikkir
Ktisstu Austur-Þrakíu, öll ítök sín í Litlu-
Asíu, Frakkar og Italir slepptu öllum ítök-
um í Litlu-Asíu. Tyrkir fengu líka aftur
með samkomulagi við Rússa Vestur-Arm-
eníu og samkvæmt þjóðaratkvæðagreiðslu
Karshéraðið, sem lengi hafði verið rúss-
nesk eign. Landamæri Tyrklands og Sovét-
Armeníu voru látin liggja í nánd við Ara-
ratfjöll. Meiri hluti þeirra Armeninga, sem
eítir var í Tyrklandi, flutti norður til Sovét-
Armeníu. Síðan lét Mustafa Kemal alla
Grikki í Tyrklandi nema þá, sem bjuggu í
Konstantínopel, flytja til Grikklands og
Tyrki flytja burt úr Grikklandi til Tyrk-
lands. Á þann hátt voru þjóðernisvandamá!
Tyrklands og Grikklands í eitt skipti fyrir
öll leyst, og verður ekki annað sagt, úr þvi
sem komið var, þá var þetta heppilegasta
lausnin. Englendingar urðu að fara frá
Ivonstantinopel, soldáninn að leggja niður
öll völd, landamæri ríkisins voru skýrt á-
kveðin og Ankara í Litlu-Asíu var gerð að
höfuðborg. Tyrkneskt þjóðþing í Ankara
gerði Tyrkland að lýðveldi og Kemal að