Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 24
56
TYRKIR OG UNGVERJAR
N.Kv.
Tyrkir að láta mikil lönd. Serbía, Rúmenía
og Montenegro fengu öll landauka og urðu
öll sjálfstæð ríki. Rússar fengu landauka í
Armeníu. Grikkland fékk Þessalíu, Eng-
lendingar fengu eyna Kypros og verndarrétt
yfir Egyptalandi. Austurríki féklc Bosníu
lil umráða, þó þannig, að Tyrkjasoldán var
áfram drottinn Bosníumanna, sem áttu að
gjalda honum skatt. Búlgaría varð fursta-
dæmi sjálfstætt, en varð að gjalda soldáni
skatt. Suðurhluti landsins var þó áfram
hluti af Tyrkjaveldi enn um nokkurra ára
skeið, en var síðar innlimaður í Búlgaríu.
Eurstarnir í Rúmeníu, Serbíu og Monte-
negro tóku síðan allir upp konugstitil.
Árið 1877 varð maður að nafni Abdul
Hamid soldán Tyrkjaveldis. Hann var þá á
unga aldri. Það féll í hans lilut að undir-
skrifa hina hörðu friðarskilmála árið 1878.
Litla-Asía og héruðin umhverfis hana urðu
íiú meir en áður aðalhluti Tyrkjaveldis.
Þetta var Abdul Hamid ljóst. Hann gerði
því frá upphafi mikið til eflingar Litlu-
Asíu, sem Tyrkir kölluðu Anatólíu. Járn-
brautir, brýr og vegir voru lagðir í land-
inu, skólar og sjúkrahús byggð, verksmiðj-
um komið upp. Þetta bar þann árangur, að
hin niðurníddu héruð í Litlu-Asíu tóku
miklum framförum. Fólkinu fjölgaði þar
mjög ört og trykneskt fólk fór að flytja
þangað frá Balkanlöndunum. Abdul Hamid
lagði enga áherzlu á að bæta ástandið í hin-
um tyrknesku Balkanlöndum. Hann reyndi
aðeins að lialda öllum óróa niðri þar með
hervaldi. Ástandið í hinum tyrknesku Balk-
anlöndum var því mjög slæmt. Rúmlega
helmingur íhúanna var kristinn og undi hið
versta stjórn Tyrkja. í austurhéruðum
landsins, Austur-Þrakíu, voru Tyrkir í
meiri hluta. I miðhéruðunum, Vestur-Þra-
kíu og Suður-Makedoníu, voru Grikkir í
meiri hluta svo og í Epírus. Norðan til í
Norður-Makedoníu og gömlu Serbíu bjuggu
mest Serbar og Búlgarar. I fjallabyggðun-
um við Adríahafið, í Albaníu vestasta fylki
ríkisins, voru Albanir í meiri hluta. Tyrkir
og flestir Albanar voru Múhameðstrúar,
Grikkir allir kristnir og flestir Serbar og
Búlgarar í ríkinu. Þó voru Serbarnir í
gömlu Serbíu flestir múhameðskir. Þegar
þjóðarmeðvitund Balkanþjóðanna var
vöknuð, var ekki að furða, þó að samkomu-
lagið í hinum tyrknesku Balkanlöndum
væri mjög erfitt. Það mátti heita, að allir
ættu í stríði við alla. Kristnu Balkanríkin
ágirntust einkum Makedoníu, en gátu ekki
samið um, hvernig þau ættu að skipta henni.
Stórveldin litu ágirndaraugum til annarra
Tyrkjalanda, Rússar til Konstantínopel,
Englendingar og Frakkar til Sýrlands. Þetta
varð til þess, að Abdul Hamid notfærði sér
misklíð stórveldanna og Balkanríkjanna og
egndi þau hvort á móti öðru. Jafnframt
þessu leitaði liann stuðnings Þjóðverja, sem
hvergi áttu lönd í nánd við ríki hans. Fyrir
þýzkt lánsfé framkvæmdi hann fyrirætlanir
sínar í Litlu-Asíu. Menntamenn og liðsfor-
ingjar Tyrkja gengu á þýzka skóla. Tyrk-
neskir sérfræðingar fengu allt sitt andlega
uppeldi í Þýzkalandi. Abdul Hamid og ráð-
gjafar hans höfðu mikla aðdáun á Þýzka-
landi, en mikill hluti hinnar tyrknesku yfir-
stéttar hafði mikla andstyggð á Þjóðverj-
um, enda höfðu menn áður fyrr í Tyrklandi
haft mest að segja af franskri menntun, en
Abdul Hamid hræddist frjálslyndi Frakka
og franska lýðveldið, en bar lotningu fyrir
þýzka keisaradæminu og hinu öfluga her-
veldi þess. Abdul Hamid treysti ætíð meir
bandalag sitt við Þjóðverja, en fjarlægðist
vesturveldin. Þó Abdul Hamid væri hlynnt-
ur verklegum framförum, var hann ákaf-