Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Side 56
88
PITCAIRN-EYJAN
N. Kv.
færi, og þrátt fyrir það hagið þið ykkur
allir eins og svín. Engin okkar kemur nokk-
urn tíma framar til ykkar og það er bezt
fyrir ykkur að láta okkur vera í friði.
Ég sá, að fullkomin alvara fylgdi þess-
um orðum. I hjarta mínu var ég stoltur af
staðfestu þeirra og einbeitni, því að ég vissi
að rétturinn var þeirra megin. En svo missti
ég stjórn á skapi mínu og viðhafði orð-
hragð, sem ég skammast mín fyrir að hafa
nokkru sinni látið mér um munn fara. Ég
reyndi að hræða þær og sagði við Söru, að
Quintal mundi berja hana til óbóta strax,
þegar hann næði til hennar. Hún hafði
mikla ástæðu til að vera hrædd við Quintal,
því að liann hafði oft barið hana.
Ottinn, sem ég hafði séð svo oft áður,
lýsti sér í augum hennar. Það var eins og
hún sæi Quintal fyrir aftan sig. Frú Christi-
an lagði handlegginn yfir herðar henni með
móðurlegri ástúð. Maimiti var viðkvæm og
hjartagóð kona, en enginn karlmaður var
hugrakkari en hún. Þarna sagði hún mér,
að hinum konunum áheyrandi, hvers konar
úrhrök við karlmennirnir værum. Hún tal-
aði ekki hátt, en orð hennar höfðu mikil á-
hrif á mig. — Láttu Quintal vita, hélt hún
rólega áfram, að við stöndum hér vörð dag
og nótt. Ef hann eða nokkur ykkar hinna,
reynir að gera okkur mein, þá heiti ég því,
að þið skuluð ekki gera það oftar. Farðu
nú. Við höfum ekki meira við þig að tala.
Ég fór aftur sömu leið og ég hafði kom-
ið. Konurnar fylgdu mér með augunum,
þar til ég hvarf þeim sjónum inn í skóginn.
Þegar ég kom upp á fjallshrygginn utan við
Geitahúshæðina, settist ég niður á bekk,
sem þar var. Ég horfði yfir landið, sem
Ijómaði friðsælt og fagurt í sólskininu. Ég
minntist þeirra stunda, er ég hafði dvalið
þarna með herra Christian. Hann hafði sagt
mér frá fyrirætlunum sínum og framtíðar-
vonum og leitað ráða hjá mér um ýmislegt.
Hann var alltaf að hugsa um, hvernig hann
gæti látið okkur líða sem bezt, og gert okk-
ur hamingjusamari og ánægðari, eftir því
sem fram liðu stundir. Ég heyrði hann
aldrei minnast á uppreisnina, en ég vissi,
að oft ásakaði hann sjálfan _sig fyrir að
hafa eyðilagt lífshamingju okkar, og áleit
skyldu sína að gera allt, sem hann gæti, til
þess að hjálpa okkur. Hann gerði áætlanir
og vann að framkvæmd þeirra, og ef við
hefðum stutt hann, eins og skylda okkar
var, hefði hér ekki verið úthellt einum ein-
asta blóðdropa. Þessar hugsanir mínar
veittu mér litla huggun. Ég var búinn að
missa alla von og virtist vera algerlega
kærulaus um allt sem gerðist. Þér megið
ekki halda, að ég ætli að reyna að verja
sjálfan mig. Ég hef alltaf gert greinarmun
á réttu og röngu, en eðli mitt var tvíþætt, og
nú hafði hið vonda fengið yfirhöndina.
Ég fór niður í þorpið og leitaði í húsun-
um. Konurnar höfðu tekið allar byssur og
skotfæri, eins og Maimiti hafði sagt. Þær
höfðu líka tekið allt, sem þær áttu, en ekk-
ert af því, sem við áttum, nema vopnin.
Herra Young og ég áttum nokkra fugla í
búri rétt hjá húsinu. Ég hafði alveg gleymt
þeim, og þessir veslingar voru hálfdauðir
af hungri og þorsta. Ég gaf þeim mat og
vatn og fór síðan til félaga minna.
Quintal og Mc Coy voru ennþá dauða-
drukknir. Ég hefði ekki getað vakið þá, þó
að ég hefði reynt það. Herra Young var
ekki heima, en ég fann hann út í brekkunni,
sem sneri móti hafinu. Þegar hann leit á
mig sá ég, að hann óskaði ekki nærveru
minnar, en ég áleit bezt að segja honum
það, sem fyrir mig hafði komið. Þegar ég
var búinn að því, brosti hann biturt. —
Þetta er ekki annað en það, sem við mátti
Framhald.