Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 36

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 36
PITCAIRN-EYJAN N. Kv. 68 Webber sjálfur varð að grípa í trjárætur, runna og grastoppa, til þess að hrapa ekki niður. Loks komust þeir upp á hæðina og stýrimaðurinn settist niður og kastaði mæð- inni. Hinir ungu eyjarskeggjar héldu áfram í áttina til hafsins. Stígurinn lá milli hárra trjáa, sem skýldu með blöðum sínum fyrir sólarhitanum og veittu þægilegan svala eftir hina erfiðu ferð upp frá sjónum. Eftir að þeir höfðu farið yfir tvo litla dali, komu þeir í einskonar þorp og voru þar fimm hús, sem stóðu langt hvert frá öðru. Húsin voru tvær hæðir og þökin úr pálmablöðum. Þau litu út fyrir að vera gömul og veðurbarin, en þau vom sterklega byggð, og í þremur þeirra voru eikarplank- ar, sem Webber sá strax að voru úr skipi. Þegar þeir fóru fram hjá fyrsta húsinu, sá hann dökka konu, sem starði á hann. I opn- um glugga sá hann aðra konu. Hún var nokkru yngri en hin, fríð sýnum og með mikið og þykkt hár, ólíkt því sem Webber hafði nokkurn tímann áður séð. Hann varð einnig var við konur í næstu húsum, en hann sá þær aðeins í svip, þær hurfu um leið og hann leit á þær. Litlu síðar komu þeir að gömlu bangan- tré öðru megin við veginn, sem lá út að hafinu. Stofn þess var ákaflega digur, og rætur þess náðu yfir stórt svæði. Beint fyrir framan sig, annars vegar við veginn, sá hann hús, sem var óvenjulega fallegt og skrautlegt, þó að það líktist hinum húsun- um að nokkru leyti. Fyrir framan það var grænn flötur með blómum og runnum. Maður á að gizka um fimmtugt stóð í dyrunum. Hann var lágur vexti og krafta- iega vaxinn. Föt hans voru úr sama efni og mittisskýlur drengjanna, sem Webber hafði áður séð, en hann var í buxum og treyju með gamaldags sjómannasniði. Þunnt hæru- skotið hár hans féll niður um herðarnar, og svipur hans var hreinn og bar vott um óbil- andi viljaþrek. — Velkominn, herra, sagði hann um leið og hann rétti gestinum höndina. — Nafn mitt er Webber. Eg er stýri- maður á skipinu þarna úti. Fimmtudagur Október gekk nú til manns- ins og talaði við hann nokkur orð, sem Webber ekki skildi. Stuttu síðar sendi mað- urinn drenginn burt og bauð gestinum inn í húsið. -—- Dinah! kallaði hann. — Rachel! Hvar eruð þið, stelpur? Tvær ungar stúlkur tæplega 9 ára gamlar komu fram í dyrnar og horfðu á gestinn auðsjáanlega hræddar. — Sækið kókos- hnetur, hélt faðir þeirra áfram, — og aðra ávexti fvrir þennan ókunnuga mann. Börnin hlupu af stað án þess að svara. Gamli maðurinn rétti Webber stól. — Fáið yður sæti, herra, og bragðið á ávöxtum eyj- arinnar. Þér hafið vafalaust verið lengi á leiðinni. — Rúma þrjá mánuði, svaraði stýri- maðurinn. — Við vissum ekki, að það væri land hérna. Hvað heitir þessi eyja? — Þetta er Pitcairn-eyjan, herra. Kortið hefur vafalaust villt ykkur. Kapteinn Car- teret merkir eyna 150 mílum vestar en hún í raun og veru er. — En hann sagði líka, að hún væri ó- byggð. — Já, það var hún líka á þeim tímum. Drengirnir segja, að þér þurfið að fá vatn. Við höfum nóg af því hérna, en það mun taka þrjá daga að koma því niður til strand- arinnar. Getið þér beðið svo lengi? — Það er ekki um annað að ræða. Það hefur ekki komið dropi úr lofti síðan við jórum frá ströndum Peru. Vatnstunnurnar okkar eru flestar tómar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.