Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Page 18

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Page 18
50 N.Kv. Baldur Bjarnason: Tyrkir ©s? (Jn^verjjar Útdráttur úr nokkrum útvarpsfyrirlestrum. I. T Y R K I R. 1. Sléttuhirðingjar og málaherir. Land það í Mið-Asíu, sem nefnist Turan eða Túrkestan, var í fornöld byggt erönsk- um þjóðum. Síðar flæddu Mongólskar hirð- ingjaþjóðir yfir landið, Túrknemar, Uð- spekar og fleiri. Þessar þjóðir nefnast einu nafni túrenskar eða tyrkneskar þjóðir. Þær byggja landið enn í dag. Upprunalega voru það flökkuþjóðir, sem lifðu hirðingjalífi á sléttum Síberíu og reikuðu þar um með hjarðir sínar. Þær voru herskáar mjög. Hin- ir friðsömu erönsku frumbyggjar urðu því fljótt að lúta í lægra haldi fyrir þeim. Þær tóku upp mál þeirra og siði, yfirgáfu bæi sína og fóru líka að lifa hirðingjalífi um langt skeið. En hinir hörundsljósu frum- byggjar voru miklu fleiri en hinir gulbrúnu skáeygðu innrásarmenn. Þess vegna er það svo, að meiri hlutinn af íbúum Túrkestan ber meiri einkenni hvítra manna en Mong- óla. Það er talið, að hinum túrönsku þjóð- flutningum hafi verið lokið á 6. öld eftir Krists fæðingu. Nokkru síðar eða á 8. öld höfðu Arabar lagt undir sig öll lönd frá Indusfljóti til Atlantshafs. Hermenn og em- bættismenn Araba í Persíu komust fljótt í kynni við sléttuhirðingjana í Túran. Arab- iskir rithöfundar á 8. og 9. öld tala um þjóðflokkana á Túransléttum sem menning- arsnauða villimenn, en geta þess, að þeir séu herskáir og ötulir að berjast. Minna lýsingar þeirra mest á lýsingar Tacítusar hins rómverska á Germönum hinum fornu. Víst er það líka, að þjóðirnar í Túran tóku fljótt Múhamestrú á sama hátt og German- ar tóku við kristni af Rómverjum. Síðan er arabiska ríkinu fór að hnigna tóku kalífar þess hina túrönsku þjóðflokka á mála á sama hátt og keisarar Rómverja höfðu tek- ið hina germönsku bændaþjóðflokka á mála. Síðan þegar hinum túrönsku mála- höfðingjum öx fiskur um hrygg, þá reynd- ust þeir kalífunum ofurefli á sama hátt og þjóðkonungar Gota og Herúla Rómakeisur- um. Þeir hrifsuðu til sín heil lönd og settu þar ríki á stofn. í Persíu, Iraq og Afganist- an glötuðu hinir túrönsku þjóðfiokkar að mestu máli og þjóðerni á sama hátt og Got- ar, Frankar og Langobarðar glötuðu tungu sinni og fóru að læra rómönsku málin í Gallíu, Spáni og Ítalíu. En í Litlu-Asíu og í nálægum héruðum fór á annan veg. íbú- arnir þar glötuðu tungu sinni, trú og þjóð- erni og fóru að mæla á túranskt mál, sem nefnist tyrkneska. Lönd þessi höfðu nefni- lega aldrei fullkomlega verið undirokuð af Aröbum, en lotið lengst af gríska keisaran-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.