Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 14

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 14
46 DANSAR N.Kv. dans um annan íslending, Gauk Trandils- son að Stöng í Þjórsárdal. Ur honum er þetta skemmtilega erindi varðveitt: Onnur var þá öldin, er Gaukur bjó á Stöng. Þá var ekki Steinastaða leiðin löng. V. Ekki leið á löngu, unz ýmis skáld tóku að semja afbrigði af bragarháttum dans- anna, fága rím og stuðlasetningu, skapa ný lögmál, flúr og dýra kveðandi, tóku jafnvel upp heiti og kenningar dróttkvæðanna. Urðu, er fram liðu stundir, úr þessu hinar slungnustu rímþrautir. Á þann hátt urðu rímurnar til. Elztu rímurnar eru taldar ortar um miðja 14. öld, en síðan hafa þær lifað góðu lífi fram á þennan dag, þótt nærri lægi, að Jónas Hallgrímsson greiddi þeim rothögg með ritdómi sínum um Rím- ur af Tristan og Indíönu eftir Sigurð Breið- fjörð í Fjölni 1837. En síðan hafa ortar verið , ýmsar góðar rímur, þótt beztar séu Olafs ríma Grænlendings eftir Einar Bene- diktsson og Rímur af Oddi sterka eftir Orn Arnarson. Er jafnvel óvíst, að betri rímur hafi nokkurn tíma ortar verið. Algengasta form alþýðukveðskapar á íslandi, ferskeytlan, er afkomandi dans- anna. Allar aldir hefir verið lögð mikil rækt við hana, ef til vill aldrei meiri en ein- mitt nú. Þótt ekki séu tekin fleiri dæmi til vitnis, sést, að áhrif dansanna hafa verið furðu langæ og lífseig í íslenzkum bók- menntum. Óbein áhrif hafa einnig orðið geysileg í þá átt að breyta smekk þjóðar- innar á ljóðagerð. Yngri dansarnir áttu, ekki síður en eldri dansarnir, mjög í vök að verjast. Andstæð- ingar voru margir. Kirkjunnar menn höm- uðust gegn þeim vegna siðspillandi áhrifa, er þeir töldu stafa frá dönsum. Þjóðskáld- in fyrirlitu þá, töldu þá ekki boðlegan eða hlutgengan skáldskap sakir hins lausa forms, töldu þá mundu tortíma ljóða- og kvæðasmekk fólksins. Loftur ríki Guttorms- son orti Háttalykil í byrjun 15. aldar í sama skyni og Snorri hafði samið Eddu og Háttatal sitt til að hamla gegn eldri dönsun- um. En hin gamla stefna var þá búin að ganga sér til húðar, svo að háttalykill Lofts hafði engin áhrif á þróun kveðskapar. Engu síður voru dansarnir leystir af hólmi um siðskipti af svonefndum vikivök-, um, sem voru alinnlendar frumsmíðar und- ir sömu háttum (aðallega ferskeyttum), en þó voru notuð áfram ýmis stef og viðlög frá dönsum. Segja má, að dansar hafi lifað áfram í tveim niðjum sínum og afkomendum, rím- um og vikivökum. En enn í dag lesum við þessi undrafögru kvæði okkur til ánægju og syngjum um Ólaf, sem reið með björg- um fram. Mörg ljóðskáld hafa orðið fyrir beinum og óbeinum áhrifum frá dönsum, og sum hafa form danskvæðanna fullkom- lega á valdi sínu og beita því, þegar þeim finnst við eiga. Það sjáum við e. t. v. skýr- ast á hinni heillandi ljóðperlu Davíðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi, sem þið syngið stundum á morgnana: Ég beið þín lengi, lengi, mín liljan fríð, stillti mína strengi gegn stormum og hríð. Ég beið þín undir björkunum í Bláskógahlíð. Ég leiddi þig í lundinn, mín liljan fríð. Sól skein á sundin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.