Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 21
N. Kv.
MEÐ BENEDIKT SVEINSSYNI
59
r
að Armótaseli. Sýslumaður nam staðar.
..Þér eruð dálaglegur fylgdarmaður. Treyst-
ið slóð, sem vel getur legið til Helvítis. Ekk-
ert vitið þér nema maðurinn liafi villzt og
aldrei náð til byggðra bóla. Það er auðsætt,
að þér ratið ekki og ekkert að reiða sig á
yður.“ Það þykknaði í mér. „Þér eigið um
þrjá kosti að velja. Sá er binn fyrsti að
skreiðast heim í kotið aftur, en eigi fylgi ég
yður þann spotta. Annar að grafa sig í fönn
og bíða þar til upp birtir. Hinn þriðji að
fylgja mér, því að austur held ég.“ Sýslu-
maður rumdi við og þrannnaði af stað.
Á Sænautaseli hafði slegizt í för með
okkur maður nokkur austan af Jökuldal,
Bergþór að nafni. Lét hann mjög móðan
mása, en bafði undra ljótan og leiðinlegan
málróm, Virti sýslumaður hann aldrei svars
né viðlits, en ég liélt uppi samræðum við þá
til skiptis.
Einu sinni, er ég átti orðastað við Berg-
þór, sagði sýslumaður byrstur í bragði:
..Anzið þér ekki helv. . . . karlinum. Þetta
er sá andstyggilegasti málrómur, sem ég
hefi heyrt.“ Ég hummaði skipun sýslu-
manns fram af mér, en aldrei veik hann einu
orði að Bergþóri.
Veðrið lægði, er á daginn leið, og segir
ekki af ferðum okkar fyrr en komið var
austur að Gilsá. Rennur hún í alldjúpu gili.
Var þar bratt niður að fara, en glerhált
hjarn í gilbörmunum, og eigi önnur fótfesta
en einstakar steinnibbur, er stóðu upp úr
freranum. Leizt sýslumanni illa á og treyst-
ist eigi til niðurgöngunnar. Ég hafði með-
ferðis alllangt reipi, og stakk upp á að binda
því utan um hann, og færi hann niður fyrst,
en ég héldi í taugina á brúninni. Benedikt
brást í fyrstu illa við. „Sjáið þér ekki, mað-
ur, að leiðin liggur skáhalt niður, og hvaða
gagn er þá að þessu reipi yðar, ef eitthvað
ber út af?“ Ég kvað það einu gilda, hann
mimdi aldrei skrika lengra, en reipið næði.
Ekki lét hann sér það skiljast fyrst í stað, en
með því að eigi var annarra kosta völ, hvarf
hann að ráðinu með þessum orðum:
„Jæja, ég felst á þetta, en látið þér samt
lielv. . . . karlinn fara fyrstan.“ Var það
Bergþór, og fór hann í reipinu niður og
tókst vel. Er sýslumaður skyldi leggja af
stað, stanzaði hann enn á brúninni og sneri
sér að mér:
„Við erum jafn-illa staddir fyrir þessu,
eða liver á að halda í reipið fyrir yður?“
Mér var farið að leiðast þófið, greip í
handlegg honum og sagði hvatskeytlega:
„Svona, hættið þér né þessu, og reynið að
staulast niður. Eg mun sjá um mig.“
Móðurinn rann af sýslumanni. „Já, það
er satt. Þér farið allt.“ Tókst okkur vel för-
in yfir gilið og héldum sem leið liggur síð-
asta spottann heim að Skjöldólfsstöðum.
Dagsett var og alrokkið, er þangað kom,
og enginn úti við. Bað sýslumaður mig að
ganga inn og segja Jóni bónda, hver kominn
væri. Ég kvaðst öllu og öllum ókunnur þar,
en Bergþór mundi hins vegar vita þar á öllu
dc-ili og mæltist til, að hann gengi í bæinn.
Tók hann því vel og hvarf þegar inn í dimm
göngin. Að vörmu spori kom hann aftur og
segir drýgindalega: „Eg heimtaði Jón út.“
Sýslumaður hrást hinn versti við: „Bölvað-
ur dóni getið þér verið. Heimtuðuð þér hann
út.“
í sama bili kom maður út á hlaðið. Sýslu-
maður vatt sér að honum, ávarpaði hann
kunnuglega, faðmaði hann að sér og vildi
reka að honum rembingskoss. Maðurinn
srreittist á móti, en allt kom fyrir ekki, sýslu-
maður kyssti hann, þúaði hann og bað Jón
sinn að koma blessaðan og sælan. Maðurinn
slundi upp, að hann væri ekki Jón bóndi