Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 22
60 MEÐ BENEDIKT SVEINSSYNI N.Kv. heldur vinnumaður hans. Bóndi hafði geng- ið til úlihúsa, og væri hann sendur til að svipast eftir honum. Sýslumaður varð öskuvondur, sneri sér að Bergþór og sagði: „Mikill andskotans ræfill getið þér verið. Látið mig kyssa vit- Jausan mann.“ í sama bili kom Jón bóndi sunnan hlaðið. Gekk Benedikt til móts við hann, og varð með þeim fagnaðarfundur. Um leið og þeir kysstust rak á vindhviðu, fauk hatturinn af sýslumanni og skoppaði á hjarninu niður túnið. Eg hljóp á eftir, en sýslumaður kallaði hástöfum: „Látið þér hattinn eiga sig, Steingrímur. Hann má fara til andskotans fyrir mér.“ „Hann tekur ekki við honum, fyrr en eig- andinn kemur með hann,“ svaraði ég, um leið og ég rétti honum hattinn. „Þá fær hann hattinn aldrei,“ svaraði sýslumaður, er nú lék á als oddi, og var ekki meira um það rætt. Fylgdum við bónda til stofu og sátum þar í góðum fagnaði lengi kvölds. Barst talið sem fyrr að leysing vistabandsins og Vest- urheimsferðum, og stóð ég enn á öndverð- um meiði við bónda og sýslumann. Meðal snnarra orða kvað Benedikt svo að, að eng- inn hefði ritað jafnvel um flóttann til Ame- ríku og Gröndal. Eg kvað öll hans skrif um það mál öfgar og fjarstæðu, og væri lítill vandi að rita fjörlega, ef allt væri látið vaða á súðum og engra raka eða sanngirni gætt. Sýslumaður spratt á fætur bálvondur. „Þetta getið þið, þessir helv.... hálfmennt- uðu dónar, sem þykist hafa vit á öllu, en vitið ekki neitt. Ráðizt á Gröndal, mesta skáld þjóðarinnar. Þið ættuð að skammast ykkar.“ Eg svaraði fullum hálsi, en eigi stóð sú deila lengi. Gengum við til hvíldar og sváf- um vært til morguns. Þá skildu leiðir. Sýslu- maður hélt fram ferð sinni áleiðis til Seyðis- ijarðar, en ég hvarf til baka vestur á bóg- inn. Sýslumaður kvaddi mig hlýlega og kall- ctði til mín, er ég gekk úr hlaði á Skjöld- ólfsstöðum: „Ef yður liggur á, Steingrím- ur, þá leitið til mín. Og munið þér eftir að sneiða ekki hjá Héðinshöfða.“ Nokkru seinn'á leitaði ég til sýslumanns uin smávegis greiða, og leysti hann bón mína af hendi fljótt og vel. Veturinn eftir sannreyndi ég og þótti vænt um, að sýslumaður treysti mér nolck- uð. Atti hann leið til Öxarfjarðar á sýslu- fund Norður-Þingeyinga. Jökulsá hafði rutt sig. var á henni forbergi mikill, og hún lítt fær. Kom sýslumaður að Keldunesi, og stakk Indriði bóndi upp á, að hann biði mín þar, en ég hafði farið þaðan um morguninn að fylgja ferðafólki austur yfir. Ólafur Sveinar, sonur sýslumanns, er var í för með honum, hafði orð á því, hvort Steingrímur þessi væri trúverðugur maður. Þá varð sýslumanni að orði: „Trúverð- ugur maður, hann Steingrímur, sem fylgdi mér í fyrra. Já, það lield ég.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.