Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 23
N. Kv.
61
SböpuníirsAgii sléttufglk/aitita
miMu í Caimda
Jónbjörn Gíslason þýddi úr ensku.
— Síðari Jiluti. —
Eitt af algengustu hliðstæðingum dino-
sauranna var plöntuæta, er nefnd var co-
rythosaurus, það dýr var 35 feta langt og
fæturnir eins og litlir tréstofnar, en heilinn
sem stjórnaði þessu 15 tonna þunga dýri,
var smærri en í litlum hundi. Þegar það
stóð á þurru landi, hefði þurft 25 feta lang-
an stiga til að komast á bak þess.
Nokkru minni var hinn grimmi og horn-
átti styracosaurus, einn af íbúum Alberta;
aftan við hausinn var stór beinkragi, er
hlífði hálsi hans og herðum; kragi þessi
var alsettur löngum og hreiðum broddum
eða þyrnum. Höfuðið var 6 feta langt og
fyrir ofan nasirnar var stórt horn eins og á
nashyrningnum á okkar tímum.
Þessi dýr voru, þrátt fyrir sína miklu
stærð, heimsk og þess vegna auðveld hráð
fyrir hinar stærri og sterkari kjötætur.
Hinn voldugasti og grimmasti var vafa-
laust hinn svokallaði „tyrannosaurus“. Ekki
er talið víst að hann hafi verið í vesturfylkj-
unum, en bein hans hafa fundizt í Montana.
Áftur á rnóti vita menn að svipuð skepna en
dálítið minni var til í Alberta. Hið fyrr-
talda dýr var 50 feta langt, en hið síðara 40
feta.
Hvorirtveggju gengu uppréttir á tveim fót-
i:m; höfuð þeirra voru fjögurra feta löng.
Þeir höfðu 50 tennur, langar og beittar eins
og rýtingsblöð og hefðu vafalaust getað
klippt mann í tvo hluti í einu taki, ef hann
hefði verið til.
Þessar risavöxnu kjötætur hafa hlotið að
gjöra tilveru hinna, sem lifðu á jarðar-
gróðri, fremur óþægilega, enda sýndu beina-
grindur þeirra, sem til eru á söfnum í To-
rontó, að stórfelld átök hafa átt sér stað, því
að fótleggir og önnur bein hafa brotnað í
bióðugum átökum, en bæklað aftur eftir
viðureign þessara tveggja tonna þungu dýra
fyrir 100 milljónum ára. Slíkum fundi
mætti helzt líkja við árekstur tveggja járn-
brautarlesta á fullri ferð.
Þegar tímabil hinna milclu meginlands-
dýra byrjaði að renna út, urðu stór neðan-
jarðar átök, er hristu landið að grunni. í
undanförnum jarðskjálftum lyftist landið
nægilega til þess að sjórinn flæddi út, en í
þetta sinn hélt lyftingin áfram frá vestri,
urn milljónir ára eftir útflæði sjávar.
Landið var nú styrkt með botnhellu 2—3
mílur á þykkt, er safnazt hafði saman á und-
cuiförnum inn- og útflæðum, en hellan und-
ir British Columbia var þynnri og veiga-
rninni, vegna þess að sá partur landsins
hafði verið skemmri tíma sævi hulinn.
Nú þegar hin mikla umbrota lyfting hófst,
varð eitthvað undan að láta og það varð
þar, sem viðnámsstyrkurinn var minnstur.