Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Qupperneq 24
62
SKÖPUNÁRSAGA SLÉTTUFYLKJANNA í CANADA
N. Kv.
Botnhellan sprakk, hraunjakarnir byltust
um og beygluðust og heilir flákar risu upp
á rönd í hraungígunum. I þessum átökum
byrjaði sköpunarsaga Klettafjallanna.
Þessi breyting var svo hægfara, að þess
varð naumast vart á heilli mannsævi, en á
þeim tíma voru ofsalegir jarðskjálftar mjög
tíðir.
Ef hinir miklu dinosaurar hefðu kunnað
að hræðast, mundu þeir hafa orðið skelkað-
ir þegar jörðin gekk í bylgjum undir fótum
þeirra og ekki að ástæðulausu, því að ein-
mitt þetta tímabil var forleikur að þeirra
endalokum, eftir 100 milljón ára tilveru
þeirra á þessari jörð, en frá þessum tíma
liðu 99 milljónir ára, þar til maðurinn kom
fram á sjónarsviðið.
Talið er að fleiri hundruð dinosaura teg-
undir hafi verið til, en ástæðan fyrir því að
þeir dóu út svo skyndilega er ekki fundin,
það er ógleyst gáta, en ýmsar getgátur eru í
þessa átt og ein er sú, að með sköpun Kletta-
fjallanna hafi lokazt fyrir hina röku og
hlýju vinda frá Kyrrahafinu og landið þess
vegna orðið þurrara og kaldara; dýrin hafi
þá ekki haft nægan viðnámsþrótt gegn veð-
urbreytingunni, eða ef til vill verið of lík-
amsþung til þess að lifa eingöngu á þurru
landi. Þegar árstíðir skiptust í sumar og
vetur í staðinn fyrir eilíft sumar árið urn
kring, eins og þau höfðu vanizt og alizt upp
við, þurftu þau vitanlega að hafa hæfileika
og viðnámsþrótt til að mæta hinum nýju
lífsskilyrðum.
Allar skepnur venjast á að leita skýlis
fyrir átökum náttúrunnar, en vegna líkams-
stærðar var þeim sú leið lokuð, engir skjól-
staðir hæfilegir fyrir þau. En hver sem or-
sökin var til gjöreyðingar þeirra, þá eru
miklar líkur fyrir því, að hin mikla lík-
amsþyngd þeirra hafi verið ein með fleir-
um. En sú staðreynd, að náttúran hefir
aldrei síðan framleitt svo stór dýr, er í aug-
um vísindamanna sönnun fyrir því, að þau
voru óhæf til að lifa við svona breytileg
náttúruskilyrði. Síðasti dvalarstaður þeirra
var Alberta.
Nú kom lítið dýr til sögunnar, fyrsta spen-
dýrið — broddgölturinn; hann var með
heitu blóði og betur byggður til að mæta hin-
um kaldari náttúruskilyrðum. Hann fæddi
unga í stað þess að verpa eggjurn eins og
dinosaurinn.
Tímabil spendýranna var komið og leik-
sviðið fyrir tilkomu mannsins var skapað.
Norður-Ameríka var laus við sitt síðasta
innsævi, en þetta gjörðist fyrir 50 milljón-
um ára.
Eins og áður er sagt, héldu Klettafjöllin
hinu heita og raka lofti frá sléttufylkjun-
um. Hin miklu burknatré, sem uxu árið um
kring áður, féllu í vetrarkuldanum og nýj-
ar tegundir betur fallnar til hinna breyttu
náttúruskilyrða komu í þeirra stað.
Hinn nýi trjágróður felldi lauf sín á
vetrum og blómplöntur framleiddu fræ, sem
varðveittu líf þeirra yfir hina köldu árs-
tíð. Enn sem komið var uxu aðeins frum-
stæðar. grastegundir.
Um langa hríð, eftir myndun hinna fyrstu
Klettafjalla, var Canada þakið skógi er
samanstóð af hirki, beykitrjám, hlyn og eik,
lík þeirri er þekkist nú í dag.
Enn voru að verki hinir þolinmóðu og
óþreytandi kraftar regns, strauma, frosta
og jökla, við sögun, svörfun og niðurrif
Klettafjallanna, þar til eftir voru aðeins
lágir hálsar og hæðir. Sú breyting var al-
gjör fyrir 25 milljónum ára, af því leiddi,
að nú gat Kyrrahafið enn á ný borið yl og
raka inn yfir landið. Heimskautsveturnir
hopuðu undan til norðurs.