Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Page 37

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Page 37
N. Kv. DALURINN OG ÞORPIÐ 75 austan við mógrafirnar. Þar spratt engja- rós, og þar voru einnig stórar gular blöðk- ur. Þarna í mýrinni voru líka ber, stór, blá ber lengst niðri í grasinu. Drengnum þótti þessi ber ákaflega góð. Hann rnátti ekki tína þau, Finna sá hann aldrei í friði. Hann átti að raka ljá, snúa, reka kúna og ótal margt fleira. Hann kunni ófrelsinu illa og hugs- aði ráð sitt. Hann ætlaði sér að strjúka. Hún svaf miðdegisblund, þegar ekki voru því meiri annir. Það var á einurn slíkum degi, senr drengurinn laumaðist af stað, kvaddi hvorki stjúpuna eða systkini sín. Hann gekk hægt ofan túnið, með hendurnar fyrir aftan bak, á bættum hver'sdagsfötum og berhentur. Hér undi hann sér ekki leng- ur. Finna með einlægt rex og skipanir og al- veg hætt að baka lummur. Hún hefir slegið hann að minnsta kosti tuttugu sinnum síðan faðir hans fór, meira að segja kaffært hann í bæjarlæknum. Það var þegar hún komst að því, að hann laug að systkinum sínum. Þau voru orðin svo myrkfælin, að þau þorðu ekki að ganga um þvert húsið. Þau klög- uðu. Hann sló þau fyrir að lclaga um kvöld- ið, þegar hún var í fjósinu. Þau klöguðu enn á ný, og aftur var hann kaffærður og barinn. Síðan hefir hann sofið úti í hlöðu og ekki fengizt til að hátta hjá þeim. Þegar Finna kom og ætlaði að bera hann inn, varði hann sig með heynálinni. Vertu þá, hvar þú vilt fyrir mér, villidýrið þitt, sagði hún, ég er fyrir löngu uppgefin á því að gera þig að manni. Það höfðu flestir uppgefizt á því. En vondur skyldi hann verða, alveg skelfi- lega grimmur, svo miklu verri en nokkurn gæti órað fyrir. Hann sagði systkinum sín- um, að nú væri hann að nema galdra af gljúfrabúanum. Seinast í morgun sagði hann þeim þetta. Uss! Þau trúðu ekki, það var enginn gljúfrabúi til. Jæja, svo þau héldu það. Kunnu þau þá ekki vísuna: Gljúfrabúi, gamli foss, gilið mitt í kletta þröngum, mundu þau ekki, hvað húsmóðir- in á Mörfelli söng þetta oft? Þau höfðu ver- ið búin að gleyma því. En héldu þau þá, að skáldið, sem bjó til vísuna, hafi skrökv- að? Nei, það héldu þau ekki. Skáldið — það þekkti gljúfrabúann, svo mikið var víst. Hann narraði þau með sér upp í fjall, einn sunnudagsmorgun. Hann þóttist alls staðar eiga vini í berginu, bak við fossinn, niðri í jörðinni. Ef maður lagði eyrað að grasinu, mátti heyra hvískur, vin- irnir voru að talast við. Ef honurn var eitt- hvað gert til rniska, reiddust þeir ákaflega. Þeir gátu sent eld og brennistein ofan yfir bæinn, þeir gátu sent gamma, sem flugu burt með Finnu í klónum. Þeir gátu allt. Það var því betra að hafa hann með sér en mót. Hlustið þið bara! Hann klappaði á berg- hurðirnar. Vinirnir voru sennilega heima og áttu von á honum. Systkinin urðu skelfi- lega hrædd. Æi nei! Ekki að kalla á gljúfra- búann núna, ekki fyrr en seinna. Þá blíðk- aðist drengurinn. Hann bauð þeim að koma og skoða hellinn. Það var dökkur hellir, og gulvíðihríslurnar teygðu sig fram yfir munnann. Þær, sem stóðu fjærst, titruðu í votiim gustinum frá fossinum. Krakkarnir urðu að tala hátt. Hellirinn var dökkur, ovartur eins og sótið í eldhúsinu heima, og ofan úr loftinu di'aup kalt vatn. Sigga varð undir eins hrædd og fór að skæla. Þá sagði drengurinn: Það eru rneiri aumingjarnir, þessar stelpur. Á heimleiðinni gengu þau yfir rnýrina og sáu blómið, sem étur skorkvikindin. Það sýndist blátt og sakleysislegt, nærri því eins eg gleymmérei, bara dekkra. Þetta blóm er r svei mér viturt, krakkar! Eg hugsa bara, að

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.