Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Side 39
N. Kv.
DALURINN OG ÞORPIÐ
77
rétt átt. Og þar sá hann ljós, það var engin
missýning. Hann sá stórt ljós í glugga, klifr-
aði yfir gaddavír og reif buxurnar sínar.
Hann gekk yfir flekk á túninu, heyið var
stórgert og skrjáfaði í því. Og þar var hann
kominn heilu og höldnu heim á hlað. Hund-
arnir geltu óðslega á hlaðinu og létu ófrið-
lega við aðkomurakkann. Hann skreið ýlfr-
andi að fótum vinar síns. Drengurinn barði
þrjú högg. Það leið góð stund. Þá heyrðist
íótatak í göngunum, hurðin var opnuð, og
fram á hlaðið kom hár maður. Hann hast-
aði á hundana og spurði hásum rómi:
Hver er þar?
Drengurinn sagði til sín.
Hvað er þér á höndum? spurði maður-
inn.
Er ekki pabbi minn hér? spurði drengur-
inn án þess að svara.
Jú.
Mig langar til að finna pabba.
Er eitthvað að hjá ykkur?
Nei.
Þeir gengu í bæinn, og brátt vissu allir,
hvernig stóð á ferðum drengsins. Hann var
ekki sneyptur, en konan gaf honum að
borða, þvoði honum um hendur og andlit
og talaði vingjarnlega við hann. Síðan hátt-
aði hann hjá föður sínum upp við þil. Kon-
an ein á fótum. Hún var að gera að plögg-
um við.glætuna frá dálitlu ljósi fram við
eldstóna. Drengurinn hlustaði á áminning-
ar föðurins og horfði í Ijósið. Skömmu síð-
ar sofnaði hann.
Þegar hann vaknaði næsta morgun, var
hann einn í rúminu. Andspænis honum sat
gömul kona og þæfði háleista í lófa sínum.
Litla telpan, Björk Ingólfsdóttir, stóð aft-
an við rúmgaflinn og tuggði strá. Hún horfði
eitthvað svo skrítilega á hann, eins og henni
kæmi á óvart að sjá hann þarna.
Hann fékk sætar kleinur og mjólk og át
með beztu lyst. Gamla konan fékk honum
skó með illeppum innan í. — Þú varst held-
ur illa gengur í gærkvöldi, sýndist mér,
sagði hún. Eg gerði þessar blöðrur, en ég
hýst ekki við, að þær endist daginn, hvað
þá lengur.
Þakka þér fyrir, sagði hann lágum rómi.
Hér bjó gott fólk.
Hann klæddist og gekk út. Björk stóð við
snúruna, amma hennar var að hengja út
þvott. Hún leit á drenginn og sagði: Farið
þið að leika ykkur.
Þau stóðu dálítið feimin og horfðu hvort
á annað. Inni sýndust augu hennar vera
dökk, en hér úti í birtunni eru þau ljós, of-
urlítið grænleit. Svipurinn lýsti viðkvæmni.
Hvar er pabbi? spurði drengurinn.
Hann er úti á engjum að slá, svaraði hún
fullorðinslega og braut upp á svuntuna sína.
Hún hafði smáa hönd, bjartan úlnlið, og svo
var hún svo mjó.
Hún sagði: Við skulum koma upp fyrir
tún. Þar eru ber.
Þau gengu upp túnið, komu í hrísmó og
fundu ber. Þau tíndu góða stund þegjandi,
þá sagði drengurinn: Heldurðu, að það séu
til draugar?
Hún leit upp, svolítið hrædd, sínum græn-
leitu augum undan gullnum augnahárunum.
Sólin skein beint framan í hana. Æi, sagði
hún, við getum talað um eitthvað annað.
Það vildi hann ekki. Hún kunni að lesa,
en hann vissi líka ýmislegt, sem hún vissi
ekki. Hann hafði sofið í stórri baðstofu, þar
sem allt fylltist af kynjaverum strax og fór
að rökkva. Á Mörfelli höfðu verið lesnar
magnaðar draugasögur.
r
Eg vil ekki heyra þetta, sagði telpan.
Það er líka hægt að læra að galdra, ef