Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Page 46

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Page 46
84 DALURINN OG ÞORPIÐ N. Kv. í tveimur reifum, og tveimur skilaði hún lömbunum, þrátt fyrir langa útivist. Henni var þungt. Hún stóð framarlega í krónni og nasaði að hönd drengsins. Svo stappaði hún niður fætinum. Lömbin voru þvæld og hungruð, en þau náðu sér fljótt. Flestum var slátrað. Svo voru lífgimbrar hreppstjórans rekn- ar í dalinn og þeim ætlað rúm við jötuna með fénaði bóndans. Það voru allra væn- legustu kindur og drengurinn hafði gaman af að horfa á þegar verið var að kenna þeim átið. Þau lifðu góðu lífi, en hans eigið lamb drapst úr pestinni. Hann orti eftir það Ijóð. IV. Veturinn kom. Það snjóaði í logni, hlóð niður fönn, og svo kom stórhríð, með stormi, sem hélzt í marga daga. Það var kalt í bænum og Finna lét flytja sláturtunnuna inn í boðstofu, af ótta við að það botnfrysi í henni í búrinu. Gluggarnir voru svellaðir, göngin hvít af hélu. Andardráttur barnanna var eins og hvít- ur reykur í loftinu og þau fengu kuldabólgu í hendur og fætur. Birtan var grá, grá á morgnana og grá á kvöldin. Það rofaði ekki einu sinni fyrir bæjarhólnum. Þar komst drengurinn í fyrstu kynni við stórhríð. Gluggakrílið í baðstofunni fylltist jafnóð- um og sópað var af því og í bæjardyrunum var stór skafl. Leiðinlegt þótti drengnum að þurfa allt- af að sitja inni. í þessari gráu skímu vetrardagsins, fjarri yl og vorkunn, byrjaði fyrsta kennslustund- in á a, b og c. Drengurinn hafði nú eignazt viljann, hann var ákveðinn í að læra að lesa og læra það á sem allra stytztum tíma. Faðir hans var kennarinn. Enginn annar mátti koma þar nærri. Ef Finna snerti stafrófskverið, hitnaði drengurinn í vöngum og hann klemmdi sam- an varirnar. Aldrei að eilífu skyldi hann lesa henni hálft orð, ekki þó svo færi að hann með tíð og tíma læsi betur en páfinn. Þú ert alltaf sama bölvuð óartin, hvað mikið, sem fyrir þig er gert, sagði hún. Þú ert engu barni líkur. Um kvöldið, þegar búið var að kveikja á litla olíulampanum og snjórinn hafði breitt hvíta voð fyrir gluggann, sannaðist það, að drengurinn hafði ekki misst málið og lestr- arvilji hans var vakandi á ný. Hann stafaði gjarnan allt kvöldið, og það, þó að faðir hans væri dottandi öðru hvoru; lærði hann að stauta á svo skömmum tíma, að undrurn sætti. Jafnvel Finna varð að kannast við, að guð hefði þó gefið honum nokkuð. En þú notar það eftir þínu upplagi, bætti hún við. Það var ógleymanleg stund, er drengur- inn uppgötvaði bókina. Ekki stafrófskverið, heldur bókina. Það var'til rifrildi af þjóðsögunum. Hann gleypti þær í sig, las þær upp aftur og aftur, hrifinn og fagnandi. Hann hugsaði til Bjark- ar. Svona var það þá gaman að kunna að lesa. Það voru til biblíusögur, hugvekjur, biblía. Allur þessi fróðleikur beið hans, var sérstaklega ætlaður honum. Nú var ekki framar leiðinlegt að sitja inni, þó að stór- hríðin byldi á þakinu og skaflinn hækkaði við gluggann. Sá, sem átti bók, var aldrei einn. En einnig hér kom Finna við sögu. Það var aldrei meiningin að þú lærðir

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.