Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Blaðsíða 47
N. Kv. DALURINN OG ÞORPIÐ 85 að lesa til þess að hanga yfir bók alla daga og langt fram á nótt, sagði hún. Kverið þitt áttu að læra, svo að þú getir fermzt á skikk- anlegan hátt, þegar þú hefur aldur til, og búið. Eg les það, sem mér dettur í hug, svaraði drengurinn. Hún tók af honum þjóðsögurnar og læsti þær niður í kofforti. Ég skal sýna þér, að á meðan ég lifi og get mig hreyft, skaltu ekki komast upp með allt, sem þér dettur í hug, bölvaður óþekktarormurinn þinn, sagði hún. Lestu biblíusögurnar. Það er þó guðs- orð. Ég fer út að A og fæ lánaðar bækur þar, þú tekur þó ekki bækur, sem aðrir eiga. Ég held að það sé bezt að lofa honum að lesa þessar skruddur, fyrst hann hefur gam- an af því, sagði Steini með hægð. Sjálfur hafði hann aldrei lesið bækur. Það er rétt eftir þér að mæla upp í hon- um óþægðina og óvanann, sagði hún. Það er víst engin furða, þó að hann sé eins og hann er. Ég sé ekki að það séu neinir manna- siðir í því að hanga uppi fram á nótt, mál- laus og heyrnarlaus, yfir bókalestri. Hann skal að minnsta kosti ekki fá ljós frá mér. Ég get hugsað, sagði drengurinn. Augu hans voru ákaflega dökk og köld, er hann horfði á stjúpuna. Það getur þú ekki. Hvað ætli þú hugsir, söng í henni. Hún slökkti ljósið. Drengurinn lá vak- andi í myrkrinu, hnipraði sig saman- í hlýj- unni og hlustaði á storminn. Hann hugsaði, lifði upp aftur viðburði sögunnar. Hann mundi hvernig orðin litu út á pappírnum, hvernig stóru stafirnir voru dregnir. Þegar hann hafði lesið sömu söguna nokkrum sinn- um, mundi hann hana orðrétta, gat lesið hana út úr myrkrinu, þó allir svæfu. Kann- ske hlýddi móðir hans á. Það vantaði blöð í þjóðsögurnar, því miður. Það vatnaði endirinn á sögu, sem drengnum þótti afar skemmtileg. Hann bjó til endir, annan og þriðja, þó var hann alveg viss um að sá væri langbeztur, sem týndur var. Hvers vegna týndust blöð úr bókum? Var það vegna þess, að fólki þótti ekki nógu vænt um þær? Af því að það hugsaði meira um sokkaplögg og skó og um það að vinna á túninu? Hann fékk ekkert svar. Vissi faðir hans hvað það var gaman að lesa? Hefirðu ekki oft lesið þjóðsögurnar, pabbi? spurði hann áfjáður. Þú hlýtur að geta sagt mér hvernig sagan fór. Faðir hans lá afturábak í rúminu, með húfuna sína yfir augunum og ætlaði að fá sér rökkurblund. Hann leit varla upp. Ég hefi víst aldrei lesið þessa sögu, sagði hann. Drengurinn settist á rúmstokkinn og ætl- aði að fara að segja föðurnum söguna, en hætti við það, þegar hann heyrði, að faðir- inn hraut. Drengurinn horfði á hélaðan gluggann. Frostrósirnar voru fagurlega dregnar. Það var eins og að draga þungan sleða eftir auðri jörð, að ætla sér að koma föðurnum í skilning um það, sem stóð í bókum. Drengurinn var óðfús að segja frá, bara ef einhver vildi hlusta, einhver full- orðinn. Hann þráði að aðrir hefðu áhuga á því sama og hann. Ofurást hans á bókum þekkti engin tak- mörk. Dagarnir liðu, þokuðust áfram, tilbreyt- ingalausir og kaldir. Sólin sást aldrei. Sunn- anvindurinn bærði ekki á sér. Börnin töl- uðu um sólina eins og börn tala um móður, sem farið hefur að heiman rétt eftir vetur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.