Nýjar kvöldvökur - 01.04.1959, Page 50
88
DALURINN OG ÞORPIÐ
N. Kv.
an daginn í burtu. Jarmur lambanna var
sár og gekk börnunum að hjarta, en brátt
stilltist harmur þeirra. Þau gleymdu.
Þau voru rekin á fjöllin, lítil og snauð
og hás af jarmi. Þau héldu bópinn. Fætur
þeirra voru grannir, en vegurinn langur og
sums staðar brattur. Sum vildu heldur ganga
utan við götuna, þar sem mýkra var undir
fæti. I dalverpi til heiða, var skilið við þau,
þau voru uppgefin, og lögðust þegar til
hvíldar. Það var logn, gullrauður bjarmi
yfir hvítum tindum lengra burtu, blámóða
yfir dalverpinu, — kyrrð.
Fossinn söng, lækurinn rann fram hjá.-
Þeir feðgar sneru aftur til byggða. Björn
litli hafði aldrei fyrr komið á þessar slóðir
og honum fannst mikið til um. Hann var sí-
spyrjandi, en fékk ekki alltaf svör, sem hann
gerði sig ánægðan með.
Þeir komu ekki heim fyrr en með morg-
unsárinu. Varpinn var votur af dögg, sól í
miðri hlíð. Spóinn vall í holtinu norðan við
túnið, helsingjamóðir í mýrinni. Drengur-
inn var svangur og át hafragraut og sauða-
mjólk með heztu lyst. Faðir hans settist
þungt á rúmstokkinn, áður en hann tók til
snæðings. Hann var þreyttur. Drengurinn
leit á hann og hugsaði: Skyldi hann ekki
lifna við, ef hann fengi kaffi? Sjálfur var
drengurinn vakandi yfir því nýja, er hann
hafði séð. Hann þurfti ekki morgunkaffi.
Þetta sumar sat hann hjá ánum. Nú gat
hann dvalið í fjallinu eftir vild. Eftir að
ærnar fóru að spekjast, gat hann legið tím-
unum saman í grasinu og horft á skýin, á
sólskin í grænu laufi og hlustað á söng.
Flugurnar suðuðu og köngurlærnar skriðu
um. Fiðrildi, gullsmiðir, járnsmiðir, urðu
vinir hans. Snigillinn fetaði sig hægt áfram
með kufung sinn á bakinu, grár og slím-
kenndur og hálf-ógeðslegur. Drengnum
leiddist aldrei hjásetan, ekki þó rigndi, ekki
þó kæmi norðanþoka og vefðist urn fjöllin.
Þá sýndust hara gilin dýpri og vatnið á hell-
isgólfinu svartara, steinninn varð votur og
blár, blómið fékk að drekka. Drengurinn
sat í hellisskúta, þurr og ekki kaldur og þeg-
ar rigndi fannst honum sitt eigið blóð
streyma. Hann og náttúran voru eitt.
Það var tilvinnandi að eltast við ærnar
inn með á eða hátt upp í fjall og vera svo
frjáls að því að leika sér meðal blóma og
skorkvikinda.
Drengurinn liafði vaxið, peysuermarnar
hans voru alltof stuttar. Höfuðlagið var fal-
legt og oft lék ljós lokkur yfir öðru auganu,
hann strauk hann hurt með hendinni og
djúpar hrukkur komu í ljós milli augnanna,
þessi lokkur var sí og æ til óþægðar. Hárið
óx ofan á hálsinn að aftan, drengurinn hafði
ekki verið klipptur svo lengi. Finna hafði
öðru að sinna.
Svo kom haust.
Sumarið hafði liðið áður en drengurinn
vissi, — sólskinssumar án nokkurra mikil-
vægra atburða.
Það töldust ekki tíðindi, þó að konan frá
A kæmi á sunnudegi í grárri sparikápu með
sjalklút um höfuðið. Hún var að efna gam-
alt loforð. Við hlið hennar gekk bjarthærð
telpa, Björk Ingólfsdóttir, og hafði einnig
vaxið frá því árið áður.
(Framhald.)
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Utgefandi: Kvöldvökuútgáfan, Akureyri.
Ritstjórar: Jónas Rajnar, Gísli Jónsson. Framkvæmda-
stjóri: Kristján Jónsson. Prentsmiðja Björns Jónssonar,