Tjaldbúðin - 01.01.1898, Page 33

Tjaldbúðin - 01.01.1898, Page 33
—8t— liggja tröppur (og dyr) upp á pallinn frá báðum hliðum. Að framan er pallurinn hálfhring-mynd- aður, og umhverfis hann liggur annar lægri pallur. Grindur eru í kringum háða þessa palla, og við lægri pallinn krjúpa altarisgestirnir, þegar sakra- mentinu er útdeilt. Bekkjunum í Tjaldbáðinni er skipað í hálfhringi kringum pall þennan, og tveir breiðir gangar liggja frá dyrunum eptir henni allri. Undir Tjaldbúðinni er kjallari, og er í honum stór kjallaraofn (furnace). Frá ofninum liggja tvær stórar hitapípur upp í gangana. En þrjár kalda- loptspípur leiða kalt loít, tvær úr Tjaldbúðinni sjálfri, og ein að utan, inn í ofninn. I kjallaranum er auk þess allstórt, afþiljað herbergi fyrir smáfundi (fundaherbergi Tjaldbúðarinnar). í því er annar minni kjallaraofn. Hitaplpa frá honum hitar upp pall þann, er áður er nefndu''. Stóri kjallaraofn- inn með útbúnaði sínum kostaði nálega $200. * Aðalkosturinn við byggingarlag Tjaldbúðar- innar er það, að hljóðið getur notið sín svo vel I henni, hvort sem um tölur eða söng er að ræða. Auk þess situr söfnuðurinn allur í hálfhringum c kringum söng- og ræðupallinn ; allir geta verið tiltölulega nálægt þeim, sem talar eða syngur. Þetta byggingarlag ryður sjer ávallt meir og meir til rúms, eptir því sem þekking manna á söng og ræðuhaldi eyksf. Tjaldbúðin er öll af timbri gjör. Lopt hennar °g veggir að innan eru klæddir drilhvítri stein- límshúð.

x

Tjaldbúðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.