Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Page 26

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Page 26
10 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ staðfestingu konungs. Var þar með af löggjaf- arvaldinu viðurkenndur sérréttur til handa þeim íslendingum, sem lagt höfðu og leggja mundu eftirleiðis stund á vélfræðinám og vél- gæzlu. Þann 1. okt. 1911 byrjaði fyrsta kennsla í vélfræði hér á landi í deild við Stýrimannaskól- ann, og fékk húspláss uppi á hanabjálkalofti í því húsi. Til kennslunnar var ráðinn danskur maður, M. E. Jessen. Brátt kom það í ljós, að þessi kennsla var ekki nægileg fyrir vélstjóraefni. Fór því Vél- stjórafélagið að beita sér fyrir því, að fullkomn- ari kennsla fengist í vélfræði og naut félagið mikils og góðs stuðnings vélfræðikennarans, M. E. Jessen. Með stofnun Eimskipafélags Islands var haf- inn undirbúningur undir fullkomnari lög um vélgæzlu og stofnun Vélstjóraskóla. Árið 1915 voru lög um þetta efni lögð fyrir Alþingi og voru samþykkt á því þingi og hlutu staðfest- ingu konungs 3. nóv. 1915. Vélstjóraskólinn tók þó til starfa nokkru áður eða 1. okt. 1915 og fékk húspláss í Iðnskólahúsinu og starfaði hann í 2 deildum. Skólastjóri var M. E. Jessen og gegnir hann því starfi enn. Þessi lög stóðu síðan lítið breytt í rúm 20 ár, þar til 1. júlí 1936, að lög um atvinnu við siglingar á íslenzkum skipum gengu í gildi. Samhliða þessum lögum var ný reglugerð sam- in fyrir Vélskólann í Reykjavík, en svo er skól- inn nefndur í hinum nýju lögum, og allar kröf- ur um nám vélstjóraefna mikið auknar. Vegna hinna hröðu breytinga á sviði mótor- skipa og hinnar miklu aukningar á vélakerfi gufuskipanna var haustið 1935 stofnuð deild í rafmagnsfræði við Vélstjóraskólann, til að afla vélstjóraefnum þekkingu í þeim fræðum. Lög frá 1936 gerðu þessa kennslu að skyldunámi fyrir vélstjóra á mótorskipum og stærri gufu- skipum. Kröfur þær, sem nú eru gerðar til vélstjóra- efna eru þessar: 4 ár í smiðju, 2 ár á vélskóla, 1 ár í raf- magnsdeild, 1 ár sem kyndari, eða 8 ár. Að nám- inu loknu þarf vélstjórinn að sigla minnst í 3 Gamli og nýji tíminn. Á sjómannadegi þessum er ekki úr vegi að renna huganum til þeirra sjómanna, sem voru brautryðjendur á sviði þilskipaveiða hér við land og um leið til þeirra sem með þekkingu, reynslu og karlmennsku sóttu fiskinn út á djúp- ið á hinum opnu fleytum jafnt á sumrum sem í vetrarskammdegi. Það munu nú vera um 70 ár, síðan farið var að reka þorskveiðar á smáskipum, hér sunnan- lands, þar sem Islendingar höfðu skipstjórn á ár sem undirvélstjóri. Hefir það þá tekið hann 11 ár að fá full vélstjóraréttindi. Ég hefi hér rakið í stórum dráttum þróun vélstjórastéttarinnar. Þeir örðugleikar, sem ís- lenzka vélstjórastéttin hefir átt við að stríða, hafa þó ekki verið nefndir, en þeir hafa verið margir, eins og gefur að skilja, vegna hinnar öru þróunar atvinnulífsins, einmitt á fyrstu uppvaxtarárum stéttarinnar. Eins og marka má af þessu stutta yfirliti, hefir vélstjórastéttin aldrei vikið frá höfuð- markmiði stofnendanna: að greiða ungum vél- stjóraefnum veg að sérmenntun í tekniskum fræðum, og aldrei slept því. marki, að vélgæzlu- löggjöfin væri hinn eiginlegi hyrningarsteinn vélstjórastéttarinnar. Enda er það svo, að í öll þau 29 ár, sem stéttin hefir starfað, hefir hún orðið að standa í harðri baráttu um það, að kröfurnar til vél- stjóraefna væru ekki minnkaðar, því henni er það sjálfri Ijósast, hve umfangsmikið og ábyrgð- armikið vélstjórastarfið er, og þegar tillit er tekið til hins vaxandi vinnuhraða, samfara hinni miklu aukningu á vélakerfi skipanna á öllum sviðum, krefst þetta starf mikils bóklegs og verklegs náms. Það er þetta sem vélstjórastétt- in sér og því sættir hún sig ekki við neina lin- kind í þessum málum og er reiðubúin til þess að vinna að því að lærdómur og önnur þekk- ing stéttarinnar vaxi með auknum viðfangsefn- um. Þ. A.

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.