Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Page 38

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Page 38
18 SJÓiAIANNADAGSBLAÐlÐ Loftskeytin í þágu siglinganna. Framhald af bls. 15. óþörf útgjöld fyrir skip sem sjálf hafa miðun- artæki og geta tekið sínar eigin miðanir, nema þegar sérstaklega stendur á. Þá er eftir að at- huga þriðju leiðina, að reisa aðallega radiovita, en miðunarstöðvar þar, sem sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Þessa leið hafa flestar eða allar siglingaþjóðir farið, enda virðist það vera heppi- legasta leiðin. Radiovitamir eru ágætir að því leyti, að þeir eru ódýrari í rekstri, og öll skip sem hafa miðunartæki geta oftast nær notfært sér þá. Ekki er þó rétt að útiloka miðunarstöðv- arnar algerlega, því þær hafa það til síns ágæt- is, að öll skip sem búin eru loftskeytatækjum geta notfært sér þær, hvort sem þau sjálf hafa miðunartæki eða ekki. Þar að auki eru líkur til að allir bátar, sem aðeins hafa talstöðvar, geti notfært sér þær, sé f jarlægðin ekki of mikil. Það er því ekki ráðlegt að ganga fram hjá þessu atriði. Miðanir, sem teknar eru frá miðunarstöðv- um í landi eru að öllum jafnaði áreiðanlegri en miðanir, sem teknar eru á skipum, vegna ólíkr- ar aðstöðu. Skipið veltur og lætur illa, svo að áttavitinn er á stöðugri hreyfingu. Þetta orsak- ar ónákvæman lestur á áttavitann. Getur sú ónákvæmni orðið allveruleg í slæmu veðri og mikilli veltu. Áttavitinn er þar að auki áhald, sem varasamt er að treysta um of, þar sem oft líður langur tími milli þess að færi gefst til að athuga hann. En allt þetta veldur miðunar- skekkjum, því allar miðanir í skipi eru teknar í sambandi við áttavitann. Allt þetta veldur því, að miðunum frá landi er oftast betur treystandi. Þetta kemur ekki að sök, þegar miðað er á stuttu færi og þegar gott er í sjóinn. Þá má gera ráð fyrir jafn áreiðanlegum miðunum frá skipi, En þegar skip koma úr hafi, eftir margra daga siglingu, og hafa jafnvel legið til drifs, er oft óvíst um staðinn. Þá þurfa skip oft að miða á löngu færi og í vonsku veðri og veltingi, áður en nokkur hætta af landi kemur til greina. Þá getur svo farið, að lítilfjörlegar miðunarskekkj- ur, sem óhjákvæmilega eiga sér stað, valdi stór- vægilegum staðarskekkjum, þegar miðunin er framkvæmd við hin verstu skilyrði. Það hefir oft komið fyrir, að miðunum hefir ekki þótt treystandi, sem teknar eru á skipi, vegna vantrausts á áttavitanum og vegna illra skilyrða. Hafa þá miðanir verið fengnar frá miðunarstöðvum í landi til samanburðar. Hjá siglingaþjóðunum er fyrirkomulagið sumsstaðar þannig, að tvær eða fleiri stöðvar vinna saman í námunda við stærstu siglinga- bæina, eða þar sem skip taka land á leið sinni til þeirra. Afstaða stöðvanna hvorrar til annar- ar er ákveðin með það fyrir augum, að skipið geti notað þær í tæka tíð, áður en von er á landi, og einnig til þess að miðanirnar verði sem áreiðanlegastar. Miðanirnar mega þá ekki liggja yfir land og sem minnst fram með landi. Hornið á milli stöðvanna sem notaðar eru þarf að vera hæfilega stórt, því miðunarskekkja krossmiðana á löngu færi veldur stórmikilli staðarskekkju, sé hornið á milli stöðvanna of stórt eða of lítið. Þar sem tvær eða fleiri stöðv- ar vinna saman er aðferðin sú, að skip sem óska eftir miðunum kallar uþp aðalstöðina, en hún tilkynnir það hjálparstöðvum sínum. Miða þær síðan skipið samtímis, en aðalstöðin tilkynnir skipinu hinar fengnu miðanir, eða lengd og breidd sem það er statt á, þegar miðanir eru teknar. Þegar fengin er sönnun fyrir því að allt sé rétt, geta menn siglt óhikað eftir þessu, svo að segja upp að hafnarmynni. Hver miðun kostar að vísu nokkrar krónur. En það eru smá- munir, samanborið við þann tíma og það elds- neyti sem sparast, svo ekki sé talað um það öryggi sem það veitir, því það er ekki hægt að meta til fjár. Mannslífin hafa hingað til ver- ið talin meira virði en peningar, að minnsta kosti í orði kveðnu. Þessar samtímismiðanir eru sérstaklega hent- ugar vegna þess, að staður skipsins er ákveð- inn með miðunum, sem teknar eru á sama augnabliki. Sigling á milli miðana, í þeim til- gangi að ákveða staðinn, kemur ekki til greina. Þetta hlýtur að vera hentugt, einkum fyrir tog- ara eða önnur fiskiskip, sem hafa verið á veið- um dögum saman í dimmviðri, án þess að sjá land, en þurfa svo að leggja af stað heim að

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.