Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Qupperneq 6

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Qupperneq 6
* Halldór Asgrimsson, sj ávarií tvegsrá ðh crra: Á sjómannadcgi 1984 Sjómannadagurinn er hátíðis- dagur í landinu. Tilgangur dagsins er meðal annars að efla samhug meðal sjómanna og vinna að vel- ferðar- og öryggismálum stéttar- innar. Slíkt verður ekki gert á einum degi, en dagurinn minnir okkur þjóðfélagsþegnana á gildi sjómennsku og þýðingu fyrir það velferðarþjóðfélag sem við lifum í. Það er trúlega ríkast í huga okkar allra sú björg sem hafið veitir okkur. Við fylgjumst með aflanum og vitum það að hann er spegil- mynd af afkomu okkar i einni eða annarri mynd. Þeir sem standa í fjarlægð frá sjávarútveginum gleyma þessari staðreynd þegar vel gengur, en eru rækilega á hana minntir þegar aflasamdráttur rýrir kjör þjóðarinnar í heild. Nú göng- um við í gegnum skeið erfiðleika og samdráttar í sjávarútvegi. Slík tímabil hafa komið áður og alltaf sannast að erfiðleikar í sjósókn tengjast vandamálum okkar, fengsæld úr sjó er hagsæld okkar allra. Saga þjóðarinnar og afkoma tengist þessum sannleika en nú gerum við okkur grein fyrir því betur en nokkru sinni fyrr, að fengsæld úr sjó er einnig háð því að við göngum ekki of nærri fiski- stofnunum og höfum það ávallt í huga að þessi auðlegð er forsenda framtíðar þjóðarinnar. Þegar sett- ar eru aflatakmarkanir rýrir það hag okkar um stund, en eykur möguleika framtíðarinnar. íslensk sjómannastétt hefur margt mátt þola um dagana. Sjómaðurinn er ímynd þess manns sem tekst á við erfiðleikana sem landið og hafið 6 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ skapar og fær notið gæðanna sem það veitir okkur. Þegar vel hefur gengið vilja allir þjóðfélagsþegnar njóta afrakst- ursins, en þegar á brattann er að sækja er ekki sami skilningurinn fyrir því að taka við áföllunum. Við skulum vona að aflatak- markanir og stjórnun fiskveiða geti orðið til þess að auka mögu- leika íslenskra sjómanna í næstu framtíð. Sjómenn hafa nú lægri tekjur um skeið vegna takmark- aðrar sóknar. Sumir harma það en aðrir sjá að með þessum hætti eru framtíðartekjur sjómanna tryggari en annars hefði orðið. Sjómenn sætta sig við þessa þróun í þeirri vissu að þeir fái notið verndunar fiskistofnanna í auknum tekjum í framtíðinni. Hátíðarhöld sjómannadagsins eru tilhlökkunarefniallt í kringum landið. Flestir sjómenn geta treyst því að vera þann dag með fjöl- skyldu sinni og ætti í reynd að vera sjálfsagður hlutur meðal allra fiskimanna. Vonandi verða öll fiskiskip í landi á sjómannadaginn og ætti það að vera vandalaust ef vilji er fyrir hendi. Sennilega er tilhlökkunarefnið mest meðal barnanna sem tengjast í dag sjó- sókninni með þátttöku í hátíðar- höldum með margvíslegum hætti. Sjómenn um allt land munu leggja á það áherslu í dag að treysta böndin við aðrar stéttir í þjóðfé- laginu og dagurinn er mikilvægur til að efla skilning fyrir hags- munamálum sjómannastéttarinn- ar. Með þátttöku í hátíðarhöld- unum er lögð áhersla á mikilvægi sjósóknar fyrir þjóðina. Sjómönn- um finnst oft á tíðum að það mikilvægi mætti vera ofar í huga aðra daga, en þrátt fyrir allt er dagurinn þeim þýðingarmikill og eykur skilning á gildi baráttu þeirra við úfið haf. En hafið veitir ekki öllum hjálp og úrlausn, það kallar einnig á sínar fórnir. Öryggismál, aðbún- aður og önnur velferðarmál sjó- manna er og verður mesta hags- munamál stéttarinnar, enda hafa sjómenn tileinkað sjómannadeg- inum þessi mál. Þótt mikið hafi áunnist í öryggismálum sjómanna þá minnumst við í dag margra manna sem hafa farist við störf sín. Manntjónið verður aldrei bætt en alltaf erum við minntir á að aukið öryggi getur bjargað mörg- um mannslífum. Þótt mikið hafi áunnist í öryggismálum á undan- förnum árum þá má mikið um bæta með samstilltum hug og vakandi auga. Það er ekki síður mikilvægt að sjómenn efli eigin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.