Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Page 7

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Page 7
vitund og samstöðu fyrir bættum aðbúnaði og öryggi. Fullkomn- ustu tæki munu aldrei koma í veg fyrir áföllin og því verða sjómenn ávallt að vera viðbúnir óvæntum atburðum og tilbúnir að bregðast við með skjótum hætti. Eitt af mikilvægustu hags- munamálum sjómannastéttarinn- ar er sambærilegur lífeyrisréttur við aðrar stéttir í landinu. Sjó- menn mega búa við það að lokn- um starfsdegi að lífeyrisréttur þeirra er í engu samræmi við laun þau er þeir hafa haft á starfsæv- inni. Nú er unnið að endurskoðun réttinda þeirra og verður niður- staðan vonandi sú að þáttur þeirra verði í samræmi við aðrar stéttir. Allir geta væntanlega samþykkt að ekki er hægt að búa þeim verri kjör en öðrum að starfsdegi lokn- um. Ég óska íslenskri sjómannastétt og fjölskyldum sjómanna allra heilla og blessunar í lífi og starfi. Gamlar myndir írá sjómannadeginum á Akureyri Gunnar Auðunsson, skipstjóri á KALDBAKI, (með bolta og fánastöng) en lið lians sigraði í knattspyrnu. Knattspyrnulið frá SVALBAKI, Þorsteinn Auðunsson skipstjóri heldur á boltanum. Myndirnar eru teknar á árunum 1947—1950 á Sjómannadaginn. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 7

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.