Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Page 15

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Page 15
Sigurður Guðjónsson, skipstjóri frá Litlu-Háeyri á Eyrarbakka (f. 1903), var í sinni tíð einn af merk- ustu togaraskipstjórum okkar. Hann stýrði skipum Kveldúlfs, eða Skallagrími fyrir stríð, en varð síðan skipstjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur um árabil, fyrst með Hallveigu Fróðadóttur og síðar með Ingólf Arnarson og önnur skip þar til hann lét af fastri skip- stjórn. En skipstjórn hætti hann á sjötugsaldri. Þótt Sigurður Guðjónsson sé kunnur skipstjóri, þá er hann einnig merkur fræðimaður. Hefur svo að segja einn og óstuddur komið upp sjóminja- og byggða- safni á Eyrarbakka, og er aukin- heldur manna fróðastur í sögu, og þá einkum þeirri sögu, er tengist hafinu, landafundum og útgerð frá íslandi. Liggja eftir hann merkar grein- ar, sem m.a. hafa birst í Sjó- mannablaðinu Víkingi. Sú ritsmíð, er hér fer á eftir, er erindi, er Sigurður hélt á árlegum fundi Fornleifafélagsins árið 1982 og nefnir hann erindið „Nokkur orð um Grænlandssiglingar til forna“. Varð Sigurður góðfúslega við þeirri ósk Sjómannadagsblaðsins að fá að birta erindið í blaðinu og fer það hér á eftir. Frímerki Eiríks rauða, leitin að Eystribyggð Á fundinum hér í fyrravetur kom fram sú hugmynd að gefa út frímerki til minningar um Eirík rauða, og til minningar um land- nám hans á Grænlandi. Þessu var vel tekið á fundinum, og ekki get ég trúað öðru en félagsstjórn okk- ar hafi fylgt málinu áfram til póststjórnarinnar. En ekki veit ég hvað hefur gerst, ekkert hefur komið fram af þessum frímerkj- um, enn sem komið er. Ég hefi spurt einn póstmann um þetta mál. Ekki gat hann gefið skýr svör Sigurjón Guðjónsson. við því, og ekki vissi hann hvað varð því valdandi, að málið náði ekki fram að ganga. Þetta hefði þó verið góð hugmynd, og nota hefði mátt málið til þess að slá á þennan síendurtekna áróður um, að ís- lendingar hefðu aldrei til Græn- lands komið, né annarra vest- rænna landa. Það er sífellt klyfað á Norðmönnum og norrænum mönnum og jafnvel dönskum mönnum, sem ekki komu þar fyrr en á tímum Hans Egede (1686—- 1758), sem var norskur að ætt. Hann var í þeirri staðföstu trú, að kristnir menn (íslendingar) byggju enn á Grænlandi. Fékk hann Dani til þess að leggja upp í Græn- landsför til viðskipta og leita þeirra 1771, með árangri, sem allir þekkja og þeir voru að leita að Eystribyggð á Austurströndinni fram á 19. öld, án árangurs, að sjálfsögðu, því þeir höfðu að engu það, sem íslendingar sögðu þeim, að byggðin væri vestan við hvarf, Hvarf. Og þótt þeir hefðu í höndunum kort eftir Guðbrand biskup, létu þeir ekki segjast, sumsé að Eystribyggð væri á Vestur- Grænlandi, sunnarlega. Lidvinov sá, sem var foringi ferðar til Grænlands, lét græn- lenskar konur róa sér úr Berg- þórsfirði norður til Krosseyjar, þar sem nú er kallað Angmasalik, á svipaðri breidd og Látrabjarg á íslandi. Vegalengdin frá Bergþórsfirði til Krosseyjar er rúmlega 5 breiddarstig, eða 300 sjómílur. Það var ekki mulið undir kerling- argreyin. Ekki fann hann neitt bygging- arlegt land á þessari leið, flýtti sér til baka um borð í sitt skip, heisti alla falda og sigldi hraðbyri til Kaupmannahafnar. Ekki varð honum úr vegi að líta norður með vesturströndinni, enda beið hans mikill frami, þegar heim kom, fyrir þessa frægðarför, SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 15

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.