Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Síða 17
en Eystribyggð varð að bíða
ófundin enn um skeið.
íslendingar finna Svalbarð
Það væri líka margt fleira, sem
ræða mætti, svo sem siglingar ís-
lendinga norður í höf á fyrri öld-
um. í sex annálum, sumir segja sjö,
er getur verið þótt ég hafi ekki
rekist á hann, að þeir hafi fundið
Svalbarð 1194. Þótt íslenskir menn
vilji ekki sinna því nema með
varúð, þá er Friðþjóf Nansen ekki
hikandi við að samþykkja það í
bók sinni „Ut i Tokeheimen“, og
tekur ýmislegt fram fleira því við-
víkjandi, sem ekki verður rætt í
þessum línum.
Þó við vitum ekki nafn þess
manns, sem fann Svalbarða þá er
óhætt að fullyrða það, því að ís-
lendingar voru í landaleitan
norður í höfum nokkru áður, svo
sem sjá má á samningi þeim er
þeir gera við Ólaf konung Har-
aldsson um eftirgjöf af landaura-
gjaldi fyrir þá, sem voru í landa-
leitan, en urðu sæhafa til Noregs
vegna storma, sömuleiðis af öðr-
um ástæðum, sem teknar eru fram
í sámningnum.
Maður var nefndur Þorkell
aðalfari og var landkönnuður.
Hann er nefndur í Oddverja
annál.
Mun hann hafa verið í þjónustu
Gorms Danakonungs og kannað
Gandvíkursvæðið, þótt frásagnir
um ferðir hans séu dálítið þjóð-
sagnablandaðar. Þessi Þorkell
aðalfari var íslenskur maður. Þar
að auki var dálítill tímamunur á
milli þeirra konunganna.
Ekki vitum við nafn þess
manns, sem fann Svalbarð árið
1194. Gat hinn, sem Þorkell hét
aðalfari, verið á þessum slóðum
þó væri nokkru fyrr í tímanum.
Hann kannaði Gandvíkursvæðið
og þær strandir sem áður segir.
Ýmsir hafa efast um, að íslend-
ingar hafi siglt þarna norður í haf
svona snemma á tímum. Hvers
vegna?
Þeir voru mestu siglingamenn
þessara tima löngu áður en aðrar
þjóðir voru farnar að fara á flot,
þjóðir, sem að vísu náðu þeim
fljótt, vegna auðæfa sinna og ann-
ars, sem til hlutanna þurfti. Og svo
var það ágóðavonin, sem þessar
þjóðir voru að sækjast eftir, og
veiðiskapurinn var svo furðulegur,
að fyrstu áratugina voru uppgrip á
þessum slóðum. Hvalur, selur og
rostungur var um allan sjó. Menn
ættu að lesa bók Lubbocks: Arctic
Whales. Það er hvalveiðisaga
Breta, sem þó komu í seinna lagi í
þetta nægtarbúr. Aðrar þjóðir
voru á undan, enda ríkti eins kon-
ar styrjöld milli þeirra og
Hollendinga um árabil.
Leitin að NV-leiðinni
fyrir norðan Kanada
Á árunum, sem flestar stóru
siglingaþjóðirnar fengu æðið að
SJÓMENN!
Ingólfs Apótek
hefur ávallt tilbúnar lyfjakistur fyrir fiski-
og farskip. —
í kistunum eru: Lyf, hjúkrunargögn og
umbúðir, samkvæmt fyrirmælum gildandi
reglugerðar. —
Fljót afgreiðsla. —
Fimmtíu ára reynsla tryggir góða og ör-
ugga þjónustu.
INGÓLFS APÓTEK
Hafnarstræti 5 — Sími 29300.
(Rétt við höfnina.)
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 17