Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Side 23
Sjómannadagurinn 1983
Sunnudaginn 5. júní var 46.
Sjómannadagurinn haldinn há-
tíðlegur um land allt, og var það
45 ára afmæli hans.
Lóðir Hrafnistuheimilanna í
Reykjavík og Hafnarfirði voru
fánum skreyttar, svo og skip þau
sem í höfn voru.
Sjómenn ganga til messu fylktu liði á Sjómannadaginn í Reykjavík.
Kl. 11.00 hófst minningarguðs-
þjónusta í Dómkirkjunni í
Reykjavík, þar sem biskupinn yfir
íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson
minntist þeirra þriggja sjómanna
sem drukknað höfðu frá Sjó-
mannadeginum 1982 og hafa þeir
aldrei verið færri á milli Sjó-
mannadaga fyrr. Séra Þórir
Stephensen þjónaði fyrir altari og
sjómenn lásu guðsspjall og ritn-
ingargrein.
Á meðan biskup minntist
drukknaðra sjómanna var lagður
blómsveigur að minnisvarða
óþekkta sjómannsins í Fossvogs-
kirkjugarði.
Kl. 13.30 hófust útihátíðarhöld
Sjómannadagsins í Nauthólsvík
með leik Lúðrasveitar Reykja-
víkur, en áður höfðu aðildarfélög
Sjómannadagsin? í Reykjavík
myndað fánaborg með félagsfán-
um sínum og íslenska fánanum.
Veður var sæmilegt v-kaldi,
skýjað og gekk á með skúrum.
Kl. 14.00 setti kynnir dagsins,
Anton Nikulásson stjórnarmaður
í Sjómannadagsráði, hátíðina.
Ávörp fluttu f.h. ríkisstjórnar-
innar Halldór Ásgrímsson sjávar-
útvegsráðherra, f.h. útgerðar-
manna Finnur Jónsson útgm. í
Stykkishólmi og f.h. sjómanna
Guðmundur Hallvarðsson for-
maður Sjómannafélags Reykja-
víkur.
Að ræðuhöldum loknum heiðr-
aði Pétur Sigurðsson form. Sjó-
mannadagsráðs aldraða sjómenn
með heiðursmerki Sjómanna-
dagsins, en þeir voru að þessu
sinni:
Sigurjón Stefánsson skipstjóri,
félagi Skipstjóra- og stýrimanna-
félagsins Ægis, Emil Pétursson
vélstjóri, félagi í Vélstjórafélagi
íslands og Haraldur Sigurjónsson
háseti, félagi í Sjómannafélagi
Reykjavíkur.
Engin afreksbjörgunarverðlaun
voru veitt að þessu sinni.
Síðan hófust skemmtiatriði.
Kappsiglingakeppni félaga úr
Siglingasambandi Islands. Keppt
var á tveim gerðum seglbáta undir
stjórn forráðamanna Siglinga-
sambandsins.
Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, kom til kirkju. IVleð forseta á myndinni eru Pétur
Sigurðsson, Guðmundur H. Oddsson og Garðar Þorsteinsson.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 23