Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Page 60

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Page 60
Togaraflotinn oí stór? Sf Mtmétatiafr J3aMk Oft er sagt að togarafloti Íslendinga sé of stór, of mörg skip séu í honum. Þetta kann rétt að vera, en þó er athyglisvert að gjöra sér fyrir því grein, að hér á árum áður stunduðu hundruð togara veiðar við ísland. Þeir plægðu alla flóa og firði, voru upp í kál- görðum, eins og það var gjarnan nefnt. Og sem dæmi, þá sáust togarar oft á veiðum undan ströndinni í Vesturbænum, eða utan Akureyrar. Þegar þess er gætt, og þá einnig þess að útlendingar voru með mörg hundruð skip á íslandsmiðum, var það mesta furða hvað miðin þoldu. Árið 1930 voru íslendingar um 108 þúsund talsins. Þá áttum við 39 togara, sjá mynd. Nú erum við Íslendingar um 240 þúsund manns og togarar eru 100 talsins (ættu að vera 86 eftir höfðatölureglunni frá 1930). Og þá geta menn velt því fyrir sér, hvers vegna ekki er rúm fyrir þessi 100 skip á miðunum, eftir að erlendir togarar eru farnir og strangar reglur hafa flæmt togarana til úthafsveiða? 60 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.