Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Síða 69
ég líklegt að við munum sýna
okkar næsta aðalvinning, vemd-
aða þjónustuhúsið sem hafnar eru
framkvæmdir við, að Boðahlein
\5.
Ég skal nú fara að stytta mál
mitt, en fyrst ég er að hrósa okkur
bak og fyrir, langar mig að undir-
strika þá sífelldu áminningu sem
fyrirtæki okkar hefur ástundað öll
þessi ár við að vekja athygli á vel-
ferðarmálum aldraðra. Og hvort
sem það hefur hjálpað eða ekki til,
þá er það nú staðreynd að mál
aldraðra em nú á seinustu ámm í
fyrirrúmi hjá ijölda félaga, eins og
launþegafélaga, mannúðarfélaga
og bæjar- og sveitafélaga.
Hvað verður um
peningana?
Þótt öllum sé það auðvitað ljóst
að happadrætti DAS er happa-
drætti dvalarheimilis aldraðra sjó-
manna, er ekki víst að allir gjöri
sér grein fyrir því, í hvað pening-
amir hafa farið.
Pétur Sigurðsson, alþingismað-
ur og formaður Sjómannadags-
ráðs var mættur á þessum fundi og
upplýsti að 40% tekna happ-
drættisins hefðu gengið í Bygg-
ingasjóð aldraðs fólks, sem styrkti
byggingar dvalarheimila víðsveg-
ar um landið.
60% tekna happdrættisins
renna til Hrafnistu og um 98%
þess íjár hefur mnnið til Hrafnistu
í Hafnarfirði síðustu ár. Þá heim-
ila lög að nýta 90% skemmtana-
skatts af miðaverði Laugarásbíós
til nýbygginga. Fjárveiting hefur
komið frá Alþingi til 5 ára, sem
nemur 25% af heildarkostnaði við
Hrafnistu í Hafnarfirði. Einnig
kemur til ágóði af merkjasölu,
blaða-og bókaútgáfu og síðast, en
ekki síst, frjáls framlög frá fólki,
sem kann að meta þá starfsemi
sem hér fer fram.
Nú er lokið við 5. hæð í hinni
nýju álmu Hrafnistu í Hafnarfirði,
að sögn Péturs, en þar verður m.a.
samkomuherbergi, og auk þess
gistiherbergi fyrir fólk utan af
landi, er kemur til þess að heim-
sækja skyldmenni, ef t.d. veikindi
ber að höndum. Þá verða þama
orlofsíbúðir, en þær eru notaðar
til að létta undir með heimilum,
þar sem aldrað fólk er. Til dæmis
kemst fólk ekki í sumarleyfi, jafn-
vel árum saman, vegna þess að
það er bundið við umönnun aldr-
aðs fólks á heimilinu. Þama er
komið á nýjan máta til móts við
fjölskyldumynstur, er ekki hefur
verið sinnt, sem skyldi.
Þá er salur á 5. hæðinni, þar
sem unnt er að efna til afmæla,
eða íjölskyldur geta hittst á stór-
um stundum, þ.e. aðstandendur
vistmanna og vistmenn og fleira
mætti telja.
Þá hefur bókasafni Hrafnistur í
Hafnarfirði verið komið vel fyrir á
5. hæðinni og þar em einnig nýjar
gerðir íbúða, en þar em tvö her-
bergi um eldhús og bað, en það
hefur augljósa kosti.
Á Hrafnistu í Reykjavík er nú
verið að vinna að kostnaðarsöm-
um, en nauðsynlegum endurbót-
um. Eldhúsið var endurbyggt, og
þar með allar lagnir en frárennsl-
ismál vom til vandræða þar. Þeg-
ar þeim endurbótum verður lok-
ið, verður aðstaða allt önnur og
betri að sögn Péturs.
Þá er þar í undirbúningi hjúkr-
unardeild fyrir gamalt fólk með
geðræn vandamál, en þessi hópur
er vanræktur hjá íslensku þjóð-
inni, fær aðeins inni á Hrafnistu
og elliheimilinu Grund að sögn
Péturs.
Því væri mikill kostur að
Hrafnista væri sjálfráð um vist-
menn, þótt hún væri náttúrulega
fyrst og fremst ætluð sjómönnum,
þá væri hún alltént ekki bundin
af sveitarfélögum, eins og flest
önnur dvalarheimili aldraðra.
Nú er unnið að byggingu vemd-
aðra þjónustuíbúða aldraðra í
Garðabæ, við hlið Hrafnistu í
Hafnarfirði, en landamerki
Garðabæjar og Hafnaríjarðar
liggja þar á milli. íbúðir þessar
verða tengdar við öryggiskerfi
innanhúss í dvalarheimilinu og
verða allar gangstéttir þar upphit-
aðar. Framkvæmdirvið þjónustu-
íbúðimar töfðust um 6 vikur í vet-
ur vegna veðurs, en þær verða
engu að síður tilbúnar í desember
á þessu ári. Hér er um 28 íbúðir
að ræða til að byrja með og eru
þær þegar gengnar út, en íbúðirn-
ar eru boðnar út á frjálsum mark-
aði og fylgir þeim sú kvöð að þar
eigi að búa öryrkjar eða aldraðir.
Að loknum fundi vom við-
stöddum sýnd húsakynni og þá
með áorðnum og fyrirhuguðum
breytingum.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 69