Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Page 77
sumir til róðranna frá misjöfnum
ástæðum heima fyrir.
Sjóbúðin
Þegar í verið kom, skyldu menn
austanfjalls búa í verbúðum.
Búðir þessar, sem venjulega voru
nefndar sjóbúðir, voru þannig
gerðar, að byggt var útihús,
stundum eitt sér, eða fleiri saman,
veggir hlaðnir að innan úr grjóti
og torfi eða grjóti eingöngu, en að
utan úr grjóti og torfi eða sniddu.
Veggjaþykkt við undirstöðu var
um 2Vi alin, en dróst að sér að
utan, svo að veggir urðu að ofan
IVi alin á þykkt. Dyr voru jafnan á
öðrum gafli, og kampur nokkru
þykkri en veggir. Hæð veggja var
um 2Vi alin. Breidd búðanna var 5
álnir, en lengd þriggja eða fjögra
rúma.
Uppgerð eldri búða var hin
svokallaða „dvergbygging“,
þannig, að reistar voru upp 4 álna
háar stoðir 1% alin frá hliðar-
veggjum, með rúmslengdar milli-
bili eftir endilangri tóftinni. Ofan
á þessar stoðir voru lögð trje gafla
á milli (brúnásarnir), en þverbitar
milli þeirra upp af stoðunum.
Bungaði því þakið út, og mæn-
irinn varð ekki eins hvass. Var því
síður hætt við, að þekjan rifnaði í
mæninn, og minni lekahætta, er
þekjan var brattari að neðan. Utan
yfir var svo þakið með þreföldu
torfi og grassvörður látinn snúa að
röftum á því innsta. Hæð frá gólfi
til mænisáss var um 5 Vi alin, gólf-
breidd l'A alin. Oft voru gólfin
flóruð með flötum steinum.
Venjulega var haft ofurlítið
niðurgengt í búðirnar, til að verj-
ast gólfkulda.
I bilið milli hliðarveggja og
stoða var hlaðinn grjótbálkur, um
18 þuml. á hæð, sem tók jafnlangt
fram og stoðirnar. Dálítil hola var
látin vera framan í bálkinn um
miðju hvers rúmstæðis. Bálkur
þessi var botn rúmanna. Framan á
allar stoðimar var efri brún bálk-
ans var slegið borðum, sem
mynduðu rúmstokkana, en í stað-
inn fyrir rúmbríkur voru negldir
mjóir borðrenningar á ská af
stoðunum og út á rúmstokkana,
svo langt sem venjuleg rúmbrík
mundi hafa náð. Frá stoðunum og
út í vegginn gengu fjalir, sem
mynduðu rúmgaflana. Hurð á
hjörum með lás og loku var fyrir
búðum að utanverðu. Dyraum-
búningurinn var einungis þrösk-
búðir gerðar um 1880, og munu
þær hafa verið gerðar með líku
sniði fyrir þann tíma um alllangt
skeið. En þegar kom fram yfir
1880, tóku búðirnar að taka
breytingum. Skjágluggarnirhurfu,
stærri glergluggar komu í staðinn
og voru færðir af þekjum á gafl-
ana, dálítið þil sett fyrir dyrnar og
innri hurð til meira skjóls, rúm-
bálkarnir ekki látnir ná nema að
hálfu fram að stoðum, til þess að
Menn í sjóklæðum.
uldur og dyrastafir, sem greyptir
voru í digurt þvertré að ofan, sem
gekk út í kampana. Þverreft var
yfir dyrnar.
Yfir hverju rúmi var ofurlítil
gluggasmuga, kringlótt, og ekki
stærri en svo sem 6 þuml. í þver-
mál. 1 stað glers var notað skæni
(líknabelgur). Var það þanið út á
kringlótta sveiggrind og mjóum
þætti brugðið í kross yfir grindina,
til þess að taka sláttinn af skæninu,
ef hvasst var, því að hætt var því
við að rifna. Þetta voru „skjá-
gluggar“.
Upp úr mæninum voru smá-
strompar, einn eða fleiri
(,,túður“). Var troðið í þá í illviðr-
um, en hafðir opnir, er heitt var í
veðri. Þannig voru gamlar ver-
geta skotið ýmsu Undir rúmin. Þá
var einnig farið að gera upp búð-
irnar með vegglægjum, sperrum
og langböndum, og eftir af þeim
búðum eru enn til aðeins einn eða
tveir skrokkar, komnir að falli og
notaðir fyrir hesthús. Þær ver-
búðir, sem nú eru til, en sem þó
óðum fækkar, eru annaðhvort
steinsteypt eða timburhús járn-
varin, byggð sem venjuleg íbúðar-
hús, þiljuð í hólf og gólf og með
útlendar eldstór, ásamt ýmsum
nútíðar þægindum.
Öllum verbúðum fylgdi
smiðjukofi. Stóð hann við búðar-
hliðina eða yztu búðina, ef fleiri
stóðu saman, en oft voru 2 eða
fleiri búðir um sömu smiðjuna.
Nokkrar búðir áttu sérstök
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 77