Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 12

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 12
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 10 ,,Það sem við einnig horfum fram til um þessar mundir er bygging íbúðablokkar á norðurhluta lóðar Hrafiiistu íLaugarásnum. “ (Ljósmynd Sjómannadagsblaðið / Björn Pálsson) hafa gert góðlátlegt grín að okkur og látið að því liggja að með sundlaug- inni í Hafnarfirði værum við að bæta við enn einni stjörnu í þetta „fjögurra stjörnu hótel“ sem nefnist Hrafnista í Hafnarfirði. Þeir hafa getið sér þess til að sundlaugin mundi vera lítið nýtt. En þegar grannt er skoðað þá kemur í ljós að undanfarin ár, t.d. 1992, komu í sundlaugina 6000 manns, vistmenn Hrafnistu í Hafnarfirði og þjónustu- íbúðanna þar, en þar er um 260 manns að ræða. Þar fyrir utan hafa verið farn- ar reglulegar ferðir með fólk af Hrafn- istu í Reykjavík suðureftir, og fjöl- margir aðrir aðilar hafa átt aðgang að sundlauginni. Þá hækkar talan vita- skuld enn og ásóknin eykst. Allir eru sammála um að laugin sé uppspretta andlegrar og líkamlegrar vellíðunar.“ Formaður Sjómannadagsráðs hefur í mörg horn að líta „Eins og kunnugt er varð sú breyting á á síðasta ári að ég tók við starfi formanns Sjómannadagsráðs af Pétri Sigurðssyni og lét þá jafnframt af starfi forstjóra Hrafnistu í Hafnarfirði. Ég hef þegar komist að raun um að formennska í Sjómannadagsráði er ærinn starfi og þegar ég lít yfir farinn veg og hugsa til þess hvernig minn ágæti vinur og samstarfsmaður um langt árabil, Pétur Sigurðsson, komst yfir allt það sem á hans herðum lá má það undrum sæta hver atorka hans hefur verið. Um hið mikla framlag hans hefur heldur ekki verið deilt. Hér er í mörg horn að líta og vegna anna minna við þingmannsstörfin verða frístundirnar satt að segja allt of fáar. En ég er þó engan veginn að kvarta undan því. Ég hef unnið mikið frá blautu barnsbeini. Uppruni starfs- ferils míns er ekki langt frá Hrafnistu í Laugarásnum og þegar ég af skrif- stofunni horfi yfir Kirkjusand minnist ég þess þegar ég átta ára gamall byrj- aði að breiða saltfisk hjá Tryggva Ofeigssyni. I byrjun varð ég samt að hagræða sannleikanum ofurlítið, því ekki voru teknir yngri krakkar en níu ára í vinnuna. En vinnuna fékk ég. Það kom sér vel og þegar ekki var breiddur saltfiskur vegna sólarleysis var farið á túnin hér fyrir neðan hvar nú stendur byggðin við Laugalæk, Rauðalæk og Bugðulæk og spiluð knattspyrna fram til miðnættis. Dag- inn eftir var vonað að sólin tæki aftur að skína, svo einhverjir aurar fengjust í vasann við saltfiskbreiðslu.“ Laugarásbíó og Happdrætti DAS „Mig langar til að víkja hér líka að rekstri Laugarássbíós. Við rekstrinum hafa nú tekið tveir ungir menn fyrir okkur, þeir Magnús og Gunnar Gunn- arssynir. Um leið lét Grétar Hjartar- son, sem hafði um langt árabil unnið við kvikmyndahúsið, af starfi. Magn- ús og Gunnar hafa þegar náð góðum árangri hvað varðar viðskipti með öfl- un mynda erlendis frá, en mikið kapp er á milli kvikmyndahúsanna um bestu myndirnar. Éiggur við að sú samkeppni sé óvægin, en þó held ég að hún sé ekki óheiðarleg. En menn verða að vera vel vakandi yfir þessu. Okkur er mikið í mun að kvikmynda- húsið gangi, enda var það og er eitt hið fullkomnasta í borginni vegna hljómburðar og kvikmyndatjalds. Óskum við þessum nýju rekstraraðil- um allrar farsældar í starfi. Þá er það Happdrætti DAS sem nú er 40 ára. í apríl verða umboðsmenn þess um allt land kallaðir saman til Reykjavíkur og þá verður farið vand- lega yfir málin og m.a. verkin sýnd sem happdrætti DAS hefur stuðlað að. Er þetta í annað skipti frá því er happ- drættið var sett á stofn sem til slíkrar umboðsmannaráðstefnu er efnt. Happdrætti DAS hefur haldið sínum hlut á hinum hefðbundna markaði flokkahappdrætta og vona ég að svo verði framvegis. Samt þarf að skoða nýjar leiðir svo við lendum ekki í neins konar kyrrstöðu. Ekki munum við hætta við flokkahappdrættið en sem kunnugt er tók happdrættið upp þá nýjung að draga úr stórum potti árs- fjórðungslega og þá eingöngu úr seld- um miðum. Hefur þetta mælst vel fyr- ir meðal okkar ágætu viðskiptamanna og stuðningsmanna. Fleiri nýrra leiða til fjáröflunar á vegum happdrættisins er svo að vænta með haustinu. Frá þeim er samt ekki tímabært að ég skýri hér að svo komnu máli.“ I Grímsnesinu mætti nú dvelja allt árið „Þá víkur sögunni að sumardvalarbú- staðasvæðinu austur í Grímsnesi. Þar verður haldið áfram uppbyggingunni, en í Grímsnesinu hafa nú yfir 150 or- lofshús einstaklinga risið. Þá eru stétt- arfélögin þar með 22 sumarbústaði. Á síðasta hausti var unnið við að leggja heitt og kalt vatn í jörðu og mun því ljúka nú á vordögum. Það þýðir að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.