Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 25

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 25
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 23 Séra Oddur V. Gíslason og brautryðjandastarf hans Hann skildi á undan öðrum þörfina fyrir samtök íslenskra sjómanna og kom fyrstur auga á hvílík nauðsyn var á úrbótum í öryggismálum á sjó Fyrir einni öld eða sama árið og hásetar á þilskipum í Reykjavík stofnuðu ,,Bár- una,“ sem hér hefur verið greint frá, hvarf af Iandi brott til Vestur- heims séra Oddur V. Gíslason í Grindavík. Það er táknrænt að hann hverfur af sjónarsviðinu um Ieið og fyrstu sjómannafélögin, Ald- an og Báran, líta dagsins ljós - en það hafði verið ein hans heitasta ósk að slík samtök kæmust á fót. Starf hans fram til þess tíma hafði enda verið líkt og undirbúningur að tilurð þeirra. Enginn maður hafði sem hann látið sig hagsmunamál sjómanna meira varða og þá ekki síst öryggismálin. En hann háði sína baráttu einsamall, ferðaðist milli verstöðva að kenna mönnum og áminna þá og ritaði og gaf út af litlum efnum mikilsverða fræðslu- bæklinga fyrir sjómenn. Lítillega er á þátt Odds minnst í frásögninni af Bárunni hér að framan, en okkur finnst vel fara á að segja hér nokkru ítarlegar frá ferli þessa einstæða manns. Oddur Vigfús Gíslason fæddist í Reykjavík 8. apríl 1836 og voru for- eldrar hans Gísli Jónsson snikkari og kona hans Rósa Grímsdóttir. Bjó fjöl- skyldan í húsi við Bröttugötu sem löngum var kallað Rósuhús eftir móð- ur Odds, en hún var orðlagður skör- ungur og er talið að Oddur hafi þegið áræði sitt og skapstyrk í arf frá henni. Oddur var einbimi, en þar sem hann þótti snemma bera af jafnöldrum um gáfur og andlegan þroska var hann settur til mennta, sem var sjaldgæft um almúgabörn á þeirri tíð. Hann varð stúdent árið 1858 og kandidat frá Prestaskólanum tveimur árum síðar. En einnig hneigðist hugur hans að náttúrufræðilegum efnum og gaf hann sig talsvert næstu árin að námaleit og Oddur V. Gíslason. Hann hóffyrstur kyndil baráttunnar fyrir samtökum sjó- manna og öryggismálum þeirra og var langt á undan samtíö sinni. öðrum náttúrurannsóknum. Þá var hann mörg sumur fylgdarmaður Englendinga og fékk við það náin kynni af þeirri þjóð. Á vetmm stundaði hann kennslu. Brúðarránið Skapfesta þessa unga manns vakti þjóðarathygli nokkru eftir að hann lauk prófinu frá Prestaskólanum, en þá var honum af biskupi og stiftsyfir- völdunum skipað að fara norður til Grímseyjar og gegna þar prestsemb- ætti. Þótti óhætt að skikka þennan ungling, nýkominn frá prófborðinu, til þessa, en enginn prestlærður maður hafði um hríð fengist til að þjóna söfn- uði á svo afskekktum stað. En Oddur neitaði að hlýða þessari skipun og þóttu það fádæmi mikil af snauðum og ættlausum manni að ganga þannig í berhögg við vilja yfirvaldanna. Mál- ið kom fyrir konung og alþingi, en lauk svo að Oddur hafði sitt fram og var fellt úr lögum að beita mætti slíku þvingunarvaldi. Var enda allur al- menningur á hans bandi. Enn frægari varð Oddur þó af öðru máli. Hann hafði lagt hug á á Önnu dóttur Vilhjálms Hákonarsonar í Kjör- vogi í Höfnum, sem kallaður var „hinn ríki.“ Vilhjálmur neitaði honum um hönd stúlkunnar og gerði Oddur sér lítið fyrir, sótti stúlkuna að Kjör- vogi að næturlagi er allir heimamenn voru í fastasvefni og sigldi með hana til Reykjavíkur á teinæringi sem hann átti. Þetta brúðarrán hans varð lands- frægt, en eftir talsvert málastapp varð Vilhjálmur bóndi að láta undan og héldu þau Anna Vilhjálmsdóttir brúð- kaup sitt á gamlaárskvöld 1870. Hefur það ekki verið neinn miðlungsmaður sem sýndi slíkt áræði við að koma fram ásetningi sínum. F ramfarahugur Odds og vinsældir Sjómennska og útvegur varð Oddi snemma hugleikinn og í stað þess að fara og þjóna Grímseyingum sem prestur lagði hann nú leið sína til Eng- lands. Var tilgangurinn að nema þar nýjar og betri aðferðir við bræðslu lifrar og eftir heimkomuna reisti hann sér lýsisbræðsluhús með fullkomnari tækjum en áður höfðu þekkst. Hafði hann þessa lýsisbræðslu með höndum næstu árin og náði starfræksla hans um öll Suðurnes. Fékk framleiðslan brátt mikið orð á sig sem best má marka af því að árið 1866 hlaut hann franskan heiðurspening fyrir þorska- lýsi til lækninga. Hafði Oddur sent sýnishorn þess á heimssýningu sem haldin var í Bologne-sur-Mer og hefur það mátt teljast athyglisverð fram- takssemi í þá daga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.