Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Qupperneq 43

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Qupperneq 43
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 41 víkur og Landsvirkjun svo dæmi séu tekin. Þótt ég reyni að setjast í spámanns- sæti get ég ekki séð fyrir mér að nein bylting sé í vændum í þeim fræðum sem við kennum hér. Menn hafa að vísu verið að ræða um eldsneytið og að olía sé á þrotum. En mér finnst að svartsýni í þessu efni hafi verið veru- lega meiri fyrir tíu árum en hún er nú: Fundist hafa margar olíulindir og nú eru vélarnar orðnar miklu sparneytn- ari en áður var. Ég held því að diesel- vélin muni halda velli lengi enn, þar sem aðrar þekktar aflvélar fá varla leyst hana af hólmi. Ferill hennar hef- ur verið óslitin sigurganga og hún á örugglega eftir að þróast og taka breytingum. Gufuvélin og eimtúrbín- an er nánast dottin uppfyrir um borð í skipunum, þótt túrbínan sé að vísu mikið notuð í raforkuverum, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Hún hef- ur líka sótt á í jarðvarmavirkjunum og er kennt um eimtúrbínur hér í skólan- um. Innan kælitækninnar hefur mikil þróun átt sér stað. Breytingar í kæli- tækni hafa einkum komið til vegna umhverfismála og þeirra áhyggja sem fylgja eyðingu ósonlagsins, sem veld- ur útfjólublárri geislun á yfirborð jarðar. Því er leitast við hér að kenna mönnum að umgangast kælimiðlana rétt og halda vel utan um þá svo þeir sleppi ekki út í andrúmsloftið. Nýir kælimiðlar sem eiga að vera umhverf- isvænir eru nú að koma til sögunnar, og þýðir það óneitanlega vissar breyt- ingar á kerfunum. En þó er sjálf undir- stöðufræðslan nánast óbreytt, því varmafræðin heldur vitaskuld velli. Ég gæti trúað að í framtíðinni muni umhverfismál ekki síður hafa áhrif á vélstjóramenntunina en tækniþróunin. Vistkerfið og mengunarmál tengjast mjög starfssviði vélstjóra. Undirstöðunámi og smíðum gerð verðug skil ,,Mikil áhersla er lögð á undirstöðu- nám, en við lítum svo á að það sé sá sígildi grunnur sem menn hljóti að trey- sta á í framtíðinni sem hingað til og nýta til að byggja ofan á þekkingu sína: Menn þurfa til dæmis að kunna erlend mál til þess að geta lesið tæknibækur, og einnig þarf stærðfræðikunnáttu til að tileinka sér ýmis tæknileg atriði. Björgvin Þór Jóhannsson skólameistari: ,,Það hefur ávallt verið svo að atvinnulífið hefur kallað eftir ákveðinni þekkingu sem skólinn hefur leitast við að láta í té. “ (Ljósm.: Sjómannadagsblaðið /Björn Pálsson.) Hér kennum við að sjálfsögðu líka smíðar, bæði rennismíði, vélsmíði og vélvirkjun, en við höfum einmitt verið að þróa vélvirkjunarkennsluna að undanförnu. Það er vegna þeirrar áherslubreytingar sem orðið hefur innan hennar á undanförnum áratug- um. í stað þess að áhersla var lögð á ýmsa einfalda handsmíði er nú meiri nauðsyn orðin á kunnáttu í hverskyns samsetningum og sundurtekningum. Einnig í að nota skriflegar leiðbein- ingar og geta metið slit og ástand hluta. En þetta þýðir ekki að við sleppum grunnsmíðinni. Menn fá þjálfun í að beita þjöl og sög og ýmsum handverk- færum líkt og fyrrum. A það leggjum við áherslu því um borð í togurum okkar, fiskiskipum og flutningaskip- um reynir einnig á þennan þátt. Enn sem áður starfa vélstjórarnir mikið við viðgerðir og viðhald á búnaði og með tilkomu vaktfrírra vélarrúma hefur þessi þáttur fremur aukist. Mikilvægt er að þurfa ekki að fara í land ef eitt- hvað fer úrskeiðis í tæknibúnaði skipsins. Um borð í skipinu er vél- stjórinn einnig rafvirki og er því kennd mikil rafmagnsfræði í skólan- um og er stór hluti hennar verklegur.“ Brýn þörf á endurbótum á skólahúsinu „Þegar smíðakennslunni var fundinn staður í skólanum fyrir aldarfjórðungi voru þrengslin í húsinu það mikil að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.