Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 48
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
46
/„Eldsmiöju" Hinriks Hjaltasonar, föður Jósafats, er aðfinna upprunalegu smíða-
bekkinafrá 1926 og verkfærasafn hans. (Ljósm. Sjómannadagsblaðið/ Björn Pálsson)
hér verða notað sem veislusalur þegar
þar að kemur. Safnið hefur oft verið
notað undir fermingarveislur barna-
barna minna sem eru mörg og
skemmtilegra umhverfi hafa gestir
ekki getað hugsað sér. Hér á ég trillu
sem lengi var notuð til póstflutninga
milli Kollafjarðar og staða við Viðeyj-
arsund. Þegar efnt er til veislu legg ég
plötur borðstokka í milli á trillunni og
á þessum plötum standa veisluréttirn-
ir. Ég verð því ekki í neinum vandræð-
um með húsrýmið og rétta umhverfið
þegar að þessu stórafmæli mínu kem-
ur.“
Hér meðþökkum við Jósafat Hinriks-
syni fyrir spjallið og leiðsögnina um
þetta einstæða og glæsilega safn. Þeg-
ar við kveðjum er ein téngdadætra
hans að bera borðbúnað upp stigann í
glerturninum - fermingarveisla er í
vændum, en heimsókn okkar átti sér
stað skömmu fyrir páska. Safnið við
Súðarvog 4 er áreiðanlega eitt furðu-
legasta dæmi sem hér á landi þekkist
um elju, frumleika og athafnakraft
einstaklings. Hver sem þegar hefur
ekki heimsótt safnið ætti að gera það
hið fyrsta. Það er opið þriðjudaga til
laugardaga frá kl. 13.00-17.00 og að-
gangur er ókeypis.
AM
Kveðjur til sjómanna
Neðanskráð fyrirtæki og stofnanir senda
sjómönnum árnaðar- og heillaóskir á sjómannadaginn 1994
Kveðja frá Eskifirði:
Hraðfrystihús Eskifjarðar hf.
Kveðja frá Grundarfirði:
Soffanías Cecilsson hf., Borgarbraut 1
Kveðja frá Akureyri:
Verkalýðsfélagið Eining, Skipagötu 14
Kveðjur frá ísafirði:
íshúsfélag ísfirðinga, Eyrargötu
ísafjarðarhöfn