Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 61
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
59
Ahöfnin á,,Sjóla “ sem fór meö sigur afhólmi í knattspyrnukeppni skipshafna annað
árið í röð.
matsveinn og Þorlákur Sigurðsson
bátsmaður.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar lék milli
atriða.
I kappróðrinum náði skipshöfnin á
Hring H.F. besta tíma í skiparóðri og
fékk sjómannabikarinn. Urslit urðu
þessi: Hringur 1.35.01, Ymir B:
1.36.50, Ýmir A: 1.37.47, Rán
1.37.85, Venus 1.38.07, Haraldur
Kristjánsson 1.48.10.
„Götustrákar“ unnu „Fjörukrána" í
riðli landsveita á 1.30.35 og fékk
Landsveitabikarinn og Eyjapeyjabik-
arinn, sem veittur er þeim sem nær
besta tíma í róðri. Róðrarsveitin
„Eyjapeyjar“ sem sigraði mörg ár í
röð gaf þennan bikar þegar hún hætti
keppni og skyldi hann veittur auka-
lega þeirri sveit sem besta tíma næði.
„Götustelpur“ sigruðu í kvenna-
róðri á tímanum 1.41.24.
Jónas Jósteinsson á „Venusi“ sigr-
aði í netabætingu og skipshöfnin á
„Venusi“ í reiptogi. Einar Lárusson á
„Ými“ vann stakkasundið en Einar
Helgason á „Venusi" varð annar.
Björn Thoroddsen flugstjóri sýndi
listflug og þyrla Landhelgisgæslunnar
björgun úr sjó. Þegar hefðbundinni
dagskrá lauk um kl. 17.00 voru ung-
lingatónleikar á pallinum til kl. 19.00.
Sjómannadagshófið var haldið á
Hótel Sögu og sóttu það á sjötta
hundrað manns, sem nutu góðrar
skemmtunar með hljómsveit Björg-
vins Halldórssonar.
ís til fiskiskipa.
Afgreiösla í Sundatanga. s (94) 4415
Fjölbreyttar fisk- og kjötvörur
í HN-búöinni ® (94) 4013
SUNDSTRÆTI 36, ISAFIRÐI S (94) 4000
gHnpffi