Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 68

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 68
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 66 „Sjómennskan er atvinna sem bæði kynin hafa og geta stundað“ - segir Þórunn Magnúsdóttir sagnfræðingur, sem rannsakað hefur sjósókn kvenna að fornu og nýju Þórunn Magnúsdóttir sagnfræðingur: „Arin eftir 1970 voru toppurinn í sjósókn kvenna hérlendis. “ (Ljósm.: Sjómannadagsblaðið / Björn Pálsson). egar sjómenn og sjósókn ber á góma er það sjaldnar að okkur detta konur í hug í því sambandi. Konurnar sjáum við vanalega í hlutverki sjómannskon- unnar sem bíður eftir að skip manns síns snúi heim af hafi og á erfiðar vökunætur þegar hún veit hann og skipsfélaga hans eru í ill- viðrum á Qarlægum miðum. En þótt hlutverk sjómannskonunnar sé merkt og lofað að makleikum við hátíðleg tilefni, þá eru það ekki konur sjómanna sem hér á eftir verður rætt um. Heldur fjöllum við hér um konur sem sótt hafa og stundað sjó - sumar mikinn hluta ævinnar - og eru svo miklu fleiri en flesta grunar. Þátt kvenna í sjósókn á Islandi hefur Þórunn Magnúsdóttir sagnfræðingur rannsakað og ritað tvær merkar bækur um efnið, „Sjósókn sunnlenskra kvenna frá verstöðvum í Árnessýslu 1697-1980“ og „Sjókonur á íslandi 1891-1981“ og er að finna nafnatal um sjókonur í þeirri síðarnefndu. Þar sem við ætlum sjókonum talsverðan hlut í Sjómannadagsblaðinu í ár, lá beint við að fara þess á leit við Þór- unni að hún segði okkur nokkuð af ýmsu því markverðasta sem hún hefur orðið vísari og varð hún vel við bón okkar. Fyrst spyrjum við hana hvenær hún viti sjósóknar kvenna fyrst getið í heimildum. „Af heimildum virðist Ijóst að það fólk sem var á góðum aldri og starfaði að búrekstri þeirra sem skip áttu hafi stundað sjósókn og fiskveiðar eftir getu án tillits til kynferðis. Þótt ekki sé hægt að taka fyrri alda rit sem nútíma sagnfræði, þá er þó alltaf einhver fótur fyrir því sem sett er fram í þessum sögum. Sem dæmi má nefna frásögn- ina í Landnámu þar sem rætt er um Garðar Svavarsson og skipshöfn hans. Þar segir að á íslandi hafi orðið eftir einn manna hans og með honum am- bátt og þræll. Hvað sem þjóðarmetn- aði líður þá sé ég ekki betur en að ef við eigum að festa trúnað á söguna af landnámi Ingólfs, þá getum við eins lagt trúnað á þessa sögn. Samkvæmt henni er þá þessi ófrjálsa kona fyrsta húsfreyjan í landinu. Þetta fólk stund- aði síðan fiskveiðar úr Náttfaravík. í framhaldi koma svo ýmsar upplýs- ingar um konur sem stunduðu sjó- sókn, eins og í Gísla sögu Súrssonar. Þar er getið um konu sem rær til fiskj- ar og fleiri dæmi mætti rekja. Þessar ófrjálsu konur og síðar griðkonur ýmsar eru þó vitaskuld ekki nafn- greindar fremur en venja var þegar alþýðufólks var getið í heimildum.“ Þuríði virtust flestir sjómenn þekkja „En síðar koma til sögu konur er lögðu stund á sjómennsku sem verða nafnkenndar, og þegar ég fór fyrst að fást við rannsóknir á sjósókn kvenna var viðkvæðið gjarna: „Nei, konur hafa ekki verið til sjós - nema Þuríð- ur!“ Nafn Þuríðar formanns virtust flestir sjómenn þekkja. En færri þekktu samt það mikið til sögu hennar að þeir vissu að hún hafði oft konur í sinni skipshöfn og mannaði sex manna far sitt stundum með konum einum. Önnur er sú kona sem vitað er að var formaður og stundaði sjó, en hún var Halldóra Ólafsdóttir (f. 1733) sem hafði viðurnefnið ,,klumbufótur“ eða „bægifótur“. Hennar hefur Játvarður Jökull Júlíusson getið í einni af bók- um sínum og segir þar að hún hafi þótt góður formaður og leiðbeinandi og holl sinni skipshöfn. Segir hann að hún hafi verið orðlögð fyrir röskleika og dugnað, en hún var formaður í Oddbjarnarskeri og víðar. Hún var aflasæl í besta lagi og rómaður for-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.