Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Qupperneq 75

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Qupperneq 75
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 73 meir. Ég fór um liaustið til Seyðis- fjarðar og tók við mötuneyti þar nokk- urn tíma. Um sama leyti gerðist það að bróðir minn, Eggert Þorfinnsson, tók við skipstjórn á ms. Oskari Halldórssyni og varð þá úr að ég réði mig þar sem matsvein fyrir orðastað eiganda báts- ins, Olafs Oskarssonar. Þetta var þann 8. janúar 1969.“ Fyrsta sjóferðin varð eftirminnileg „Ekki hafði ég fyrr gengið frá ráðn- ingunni en það fréttist að færeyskur bátur hefði fundið síld um 200 sjómíl- ur austur í hafinu og var þegar ákveð- ið að halda á þessar slóðir. En ekki byrjaði sjómannsferill minn skemmtilega. A leiðinni frá Reykja- vík austur með landinu gerði alveg brjálað veður og urðum við að liggja í vari undir Ingólfshöfða - á aðra viku að mig minnir. Að því búnu lá leiðin þangað sem síldin hafði sést. En þar var þá ekkert að hafa og enginn bátur sjáanlegur í námunda við okkur. Þar með yfirgáfum við þessar slóðir og stefndum suður, komum við í Klakks- vík í Færeyjum og héldum svo í Norðursjóinn. I Norðursjónum geis- aði sama óveðrið og var siglt inn í Haugasund í Noregi og legið þar um tíma. Þá þótti réttast að halda heim á leið og er ekki of sterkt til orða tekið þótt ég segi að veðrið á leiðinni hafi verið snarvitlaust. Einhverjir bátar fórust í Norðursjónum þessa daga, enda er þar grunnt og sjóirnir eins og í suðupotti. Við sigldum uppi í veðrið og ferðin gekk seint því við náðum ekki nema fjögurra mílna ferð. Lagst var í var við Orkneyjar og ekki lagt af stað aftur uns nokkuð hafði lægt. Þó vorum við tvo og hálfan sólarhring þaðan og til Færeyja. Ekki bætti úr skák að ísing var það mikil að ís hlóð á radarinn svo ekkert varð séð í honum. Man ég eftir að eitt sinn vorum við þrjú uppi í brúnni, Eggert, Gunnar Gunnarsson systursonur minn (nú skipstjóri á Svani RE) og ég, og vorum við að rýna út um brúargluggana. Sjáum við þá allt í einu hvar stærðar togari kem- ur á móti okkur og svo að segja rétt strýkst við síðuna á okkur. Hef ég stundum sagt að við höfum ekki verið feig í það skiptið! Þannig var hann þessi fyrsti túr minn sem matsveinn á skipi. Én ég var svo heppin að ég fann aldrei til sjó- veiki - og hef aldrei vitað hvað sjó- veiki er. Aftur á móti voru tveir af hásetunum svo þjáðir af henni að þeir gátu ekki risið úr koju dögum saman. Mér tókst að elda allan tímann eins og ekkert hefði í skorist og hvernig sem báturinn veltist. Stundum höfðu skipsfélagarnir á orði að þeir skildu ekki hvernig ég færi að þessu.“ Fljúgandi furðuhlutur undan Vík í Mýrdal „Þó er eitt atvik úr þessari ferð sem ég held að ég verði að segja frá - þótt ég viti ekki hvort mér verður trúað. Síð- asta hluta heimferðarinnar fengum við loks ljómandi veður og þegar komið var á móts við Vík í Mýrdal sáum við sýn sem sem fáir verða vitni að á æv- inni. Þetta gerðist um áttaleytið um kvöld og við höfðum verið að spila niðri í borðsal. Þá kallar Eggert allt í einu niður til okkar og segir að við skulum koma upp og sjá furðulegt fyrirbæri. Við héldum því upp í brú. Sjór var alveg lygn og og fullkomlega stjörnubjart. En nú sjáum við að yfir skipinu svífur lýsandi hlutur. Hann bar ofurrólega nær og virtist loks stöðvast í hæð sem svaraði aðeins nokkrum skipslengdum okkar. Hann var disklaga, en með kúlum út frá sér og lagði frá honum mjög mikla birtu. Hún var svo mikil að hún minnti á það sem ég hef lesið um kjarnorkuspreng- ingar. Geislaglóð beindist niður á við frá þessu á tveimur stöðum og alveg einkum var mér starsýnt á hve þessi glóð var skær. Hluturinn var þarna yf- ir okkur nokkra stund. Svo tók hann að fjarlægjast og er mér eftirminnilegt hve fljótt þetta var að svífa burtu. Það hvarf skáhallt upp á við og stefndi í suður út yfir hafið. Ekki fréttum við að þetta hefði sést neins staðar annars staðar. Við vorum mörg sem sáum þetta og vorum sjálf- sagt á svipinn eins og álfar út úr hól. Eftir á varð öllum ljóst að við hefðum átt að reyna að taka mynd af þessu, en það var þá löngu um seinan. Hluturinn var mjög stór um sig en erfitt er að segja um hve stór. Hann var þó örugg- lega langtum stærri en skipið." Tólf ár á loðnuveiðum „Þrátt fyrir að fyrsta ferðin hafi verið svona erfið held að mér hafi fallið sjó- mennskan heldur vel og ég var fljót að laga mig að þessu lífi. Ég held að það fylgi sérstakur andi hverjum skip- stjóra, en ég hef kynnst þeim all nokkrum með árunum. Það er skip- stjórinn sem einkum mótar andann um borð og ef menn samasama sig ekki þessum anda verður þess fljót- lega vart. Þótt kjarninn í mannskapn- um sem fyrir er geri svo sem ekkert til þess þá ýtir hann þeim sem ekki fellur inn í hópinn ósjálfrátt frá sér. Þeir ein- staklingar endast því aldrei lengi í plássinu. Skömmu eftir að heim kom - en við vorum um mánuð í þessum túr - var haldið á loðnuveiðar. Það hefur verið þann 8. febrúar samkvæmt sjóferðabókinni minni. Ég var á skip- inu alla loðnuvertíðina, en um sumar- ið 1969 fór það á síldveiðar við Bandaríkin og tók ég mér þá frí. AfJjur á móti réði ég mig enn um borð þegar netavertíð hófst um haustið og þá var mokfiskirí hjá okkur. Ég fór í land í júní 1970, þar sem yngri dóttir mín átti að byrja í skóla um haustið og ég fann að ég hafði verið of lengi fjarri henni. Samt var ég komin á sjóinn aftur þann 7. nóvember en skipið var þá nýkomið úr klössun úti í Noregi og var á leið á loðnuveiðar. Það með hófst strangasti kafli veru minnar á sjó, því ég var matsveinn á Oskari Halldórssyni átta næstu árin eða til 1979. Þá fór ég yfir á hið nýja skip Ólafs Óskarssonar, Óla Óskars. Þetta var gamli „Goðinn“, mikið stærra skip en Óskar Halldórsson og öll að- staða langtum betri. Óli Óskars stund- aði eingöngu loðnuveiðar. Óskar Halldórsson hafði verið eitt minnsta skipið í flotanum og tók ekki nema 400 tonn, en Óli Óskars var eitt það stærsta - bar um 1300 tonn. Þetta skip hreyfðist aldrei, risti ein 23 fet og var hrein sjóborg. Á „Óla Óskars“ hef ég samkvæmt sjóferðabókinni verið til 10. mars 1981, en þá var skipið selt. Það varð endirinn á tólf ára ferli mínum á loðnuveiðum.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.