Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 81
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
79
Hannes Þ. Hafstein fyrrv. forstjóri SVFÍ
„Mr. Aðalbjörg“ bjargar 198 sjóliðum
19 íslenskir sjómenn farast og 129 erlendum sjómönnum bjargað hér við land og 9
íslenskum sjómönnum við Skotland á einum og sama sólarhringnum
*
Ilesendabréfi til Morgunblaðs-
ins þann 18. janúar sl. minnir
Gunnar Magnússon bókavörð-
ur í Þorlákshöfn á það er danska
herskipið Gjötheborg rak upp á
förur á Hraunskeiði árið 1718 og
170 manns var bjargað. Gunnar
bendir réttilega á frásögn Árna Óla
af þessum voveiflega atburði, en
þar fer ritsnillingurinn á kostum
eins og hans var von og vísa. Þar er
þess jafnframt getið „að skipbrots-
menn hafi líklega verið 156 sem
héldu héðan sumarið eftir.“ Hinir,
nær 20 manns, höfðu fallið úr hor
og vesöld, en 18. öldin var svo sann-
arlega bæði landi og þjóð erfíð í öllu
tilliti. Svo bætir bókavörðurinn við:
„...en þar til ég rekst á eitthvað ann-
að mun ég telja að hvorki fyrr né
síðar hafi fleiri skipbrotsmönnum
verið bjargað í einu hér við land.“
Með öllu er óþarft að hverfa alla leið
aftur til fyrri hluta 18. aldarinnar í leit
að sambærilegri „fjöldabjörgun“ úr
sjávarháska. Sá atburður átti sér stað á
fjörum Viðeyjar nótt eina í október
1944.
Og í öðru bréfi til Morgunblaðsins
22. janúar sl. greinir Olafur Elín-
mundarson, Stóragerði 7, Reykjavík,
frá því er M/S Goðafoss strandaði
hinn 30. nóvember 1916 og „yfir 50
manns var bjargað við Straumnes",
eins og yfirskriftin hljóðaði. Hér mun
áreiðanlega vera um fjölmennari hóp
skipbrotsmanna að ræða, þar sem far-
þegar voru 42 í þessari ferð skipsins
og áhöfn yfir 20 manns. í birtingu
stranddaginn, þegar veður dúraði, fór
1. stýrimaður ásamt fjórum hásetum
og einum farþeganna, þaulvönum sjó-
manni, á öðrum skipsbátnum að Látr-
um í Aðalvík, til þess að sækja hjálp.
Er á daginn leið versnaði veðrið og
Myndin er tekin á Sjómannadaginn 1971 þegarfrú Gróa Pétursdóttir formaður Slysa-
varnardeildar kvemta í Reykjavík var fyrsta og eina konan sem sœmd hefur verið gull-
merki Sjómannadagsins. Með henni er greinarhöfundur, Hannes Þ. Hafstein
stýrimaður róðrarsveitar B.b. Gísla J. Johnsen sem sigraði í kappróðrinum og hlaut
lárviðarsveig dagsins.
þegar ekkert bólaði á björgunarmönn- björgunar biðu. Hafði skipsbáturinn
unum setti ótta og kvíða að þeim sem ekki náð inn að Látrum? Er ekki að