Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 103

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 103
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 101 veggjalúsabitin sáust um allan líkama minn og læknirinn sagði að ég væri illa til reika. Svo spurði hann mig hvernig ég hefði komið til Calcutta og rétti ég honum þá sjóferðavottorð mitt, en gat þess um leið að ég væri peningalaus og gæti ekki borgað læknishjálp. Hann mælti: „England borgar fyrir þig hér.“ Síðan kallaði hann á Hindúa og skipaði honum eitthvað, sem ég skildi ekki. Gaf Hindúinn mér merki um að koma með sér og læknirinn ætlaði að fara, en þá bað ég hann að lofa mér að kveðja vin minn sem biði úti og sótti hann baróninn sjálfur. Ég bað hann að skila til Price að ég væri lagstur á spít- ala, sömuleiðis bað ég hann að vitja um mig, heilsa frúnni o.s.frv. Síðan kvaddi ég þennan góða félaga minn sem ég ávallt nefndi baróninn að gamni mínu, þótt hans rétta nafn væri Hermann Bierfreund, eftir því sem hann sjálfur sagði og ritað var á hið lélega sjóferðavottorð hans. Við áttum marga gleðistund saman meðan sól var á lofti, en á nóttunni töluðum við um raunir okkar uppi á þaki á gistihúsi því sem er hið fátæklegasta og aum- asta af öllum þeim gistihúsum sem ég hefi kynnst og eru þau þó mörg. Baróninn sá ég aldrei framar. Hann kom að vitja um mig tveim dögum síðar, en þá lá ég með óráði. Seinna heyrði ég að Price hefði skömmu síðar ,,schang-haiað“ hann á enskt barkskip sem hét ,,Rockrane“, og var ferðinni heitið til New York.“ að anddyri spítalans. Þar hittum við Hindúa og gerðum boð að okkur lang- aði til að tala við lækni. Að vörmu spori kom ungur Hindúi til okkar, kvaðst vera spítalalæknir, og spurði hvert erindið væri. Ég sagði honum frá lasleika mínum og bað hann mig þegar að koma með sér inn í herbergi, lét mig afklæða mig og skoðaði mig allan. Moskítóstungur og „Clipper“- skip. Þessi miklu skip voru frœgfyrir tíguleik og jafnframtfyrir hve hrað- skreiðþau voru. Þetta er,,Eldingin “ smíðuð 1853. Stórmastrið var 50 metrar á hæð og stórráin 29 metra löng. Þegar öll segl voru uppi voru þau 1000 fermetrar aðflatar- máli. Sveinbjörn Egilsson var einn fárra Islendinga sem gerðist nákunnugur stóru seglskipunum á gullöld þeirra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.