Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 106

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 106
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 104 ljúfmenni. Það skipti engum togum að ég lenti aftur í slagnum og var fyrr en varði kominn inn til Olafs læknis á ný, því umbúðirnar höfðu verið rifnar af mér í látunum. Ég barst svo með fjöld- anum upp að Arnarhváli þar sem lög- reglustöðin var þá. Man ég að þar stóð Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn og hélt ræðu yfir mönnum, sagði eitthvað í þá átt að það væri að brjótast út borg- arastyrjöld. Þegar ég kom heim var móðir mín orðin dauðhrædd. Hún hafði frétt að ég væri dauður og síðan að ég væri kominn á spítala og taldi mig úr helju heimtan." Fékk sama dóm og Héðinn ,,Nú, það urðu heilmikil eftirmál af þessu. Ég og fleiri vorum dæmdir fyr- ir þessi átök. Ég man að ég var að koma af sjó á togara og sé þegar við komum inn í höfnina að lögreglubíll- inn stendur á hafnarbakkanum. „Það skuluð þið bóka að nú er verið að sækja mig,“ sagði ég. Það stóð heima. Lögregluþjónarnir sögðu að ég ætti að mæta í réttarhald uppi á Skólavörðu- stíg 9, mín væri beðið þar. Það skipti engum togum að ég varð að fara eins og ég stóð, fékk ekki einu sinni að hafa fatskipti. Þegar upp á Skólavörðustíg kemur þá sitja þar ekki færri en 18 vitni og Kristján Kristjánsson dómari. Sumir voru lögregluþjónar í einkennisbún- ingi, en aðrir borgaralega klæddir. Þessir menn vitnuðu nú gegn mér hver af öðrum og þótt margt væri rakalaus uppspuni þá þagði ég aðeins, vissi að ekki mundi þýða fyrir mig að segja neitt. Samt blöskraði mér svo framburður eins af þeim að ég spurði hann hvort hann treysti sér til þess að sverja það sem hann sagði. Dómarinn hafði yfir eiðstafinn, en þá setti þessi maður undir sig hausinn og gekk út. Lokin urðu þau að ég fékk á mig níu mánaða biðdóm eða sama dóm og Héðinn fékk. Ég var talinn ógurlega róttækur kommúnisti eftir þetta, en sannleikur- inn er sá að ég hef aldrei verið komm- únisti heldur Alþýðuflokksmaður - og fyrst og fremst verkalýðssinni. Maður þekkti fátækt og erfiðleika frá barn- æsku og hlaut því að vera það. En ég þekkti auðvitað marga af kommúnist- um og kom á fundi hjá þeim. Þeir ætluðu einu sinni að senda mig til Rússlands sem fulltrúa hafnarverka- manna og ég hafði svosem ekkert á móti því. En ég sagði að þeir yrðu þá að sjá fyrir heimilinu á meðan. Þess treystu þeir sér ekki til og þar með datt þetta uppfyrir. Já, manni fannst hart að það skyldi eiga að lækka kaupið í atvinnubóta- vinnunni. Samt reyndust vera til nógir peningar til að halda úti heilu herfylki af hvítliðum, mönnum sem voru sam- tímis á kaupi annars staðar. Það voru einkum trésmiðir og ýmsir iðnaðar- menn sem gáfu sig í hvítliðasveitina og auðvitað var verkamönnum ekki vel við þá og þeir fengu á sig ýmsar glósur á götunni. Sú saga komst á kreik nokkru eftir þetta að ég hefði verið beðinn að koma í lögregluna og fannst víst mörgum skrýtið. Það var nú ekki rétt, en mér datt þetta samt í hug. Það var lítið um vinnu og þetta var þó fast starf. Ég spurði lögreglustjórann, Jón- atan Hallvarðsson, hvort það yrði haft á móti mér að hafa komið við sögu 9. nóvember og hann sagði það alls ekki vera. Ég hætti samt við þetta, því ég er fæddur með gallaða fætur og hefði átt erfitt með allan þann gang sem þá var í lögreglunni. Ég gekkst undir upp- skurð á fótum sem ungur maður og við það löguðust liðamótin, en góður varð ég aldrei. Ég kaus sjóinn heldur.“ I níu ár á gamla Kára „Það var ekki hlaupið að því að kom- ast á sjóinn. Ég reyndi fyrst fyrir mér aðfaranótt skírdags árið 1934, því þá vissi ég að það var von á níu togurum til hafnar af saltfiskveiðum. En það var ekkert pláss að fá. Viðkvæðið hjá stýrimönnunum var alltaf það sama: „Értu vanur?“ Ég sagði sem var að ég væri vanur að hausa, sem var gott og blessað, en vanur gat ég ekki kallast. Á föstudaginn langa áttu að koma sjö skip og einn bað mig að hafa sam- band fyrir hádegi, því þá vantaði mann. Loks fór það svo að Bergur heitinn á Hafsteini, sem síðar fórst með Sviða, lofaði að hafa mig í huga og það stóð hann við. Ég komst á Haf- stein í næsta túr. Ég var þarna fjóra túra í mokfiskiríi, en fór þá yfir á gamla Kára, þar sem Karl Guðmunds- son, síðar í Slippnum, var skipstjóri. Þar var ég svo í níu ár. Árið 1942 hét ég því á mig að ef ég hefði vel upp um sumarið skyldi ég fara í Sjómannaskólann. Þetta gekk eftir og ég fór í skólann um haustið og lauk honum 1944. Árið 1947 bað Ól- afur Magnússon á Isólfi mig að koma til sín sem stýrimaður og tók ég því. Margir voru hissa á að ég skyldi fara til Olafs, því menn sögðu að hann hefði engan „praxís“, en það var ekki alveg rétt, því hann hafði verið með togara hjá Hellier-bræðrum í Hafnar- firði og kunni á þetta. En hann var þó fyrst pg fremst góður síldarmaður. Ég var á Isólfi til 1949, en gerðist þá skip- stjóri á bátum, var með Sæhrímni í Keflavík og Reyni, uns ég hætti sjó- mennsku. Eftir það vann ég á neta- verkstæðum - var í fjögur ár hjá Billa í Alliance og þá hjá Marco. Nú, maður var tekinn að lýjast og gerðist ég nú sundlaugarvörður í Vest- urbæjarlauginni uns ég varð að hætta sjötugur, þótt ég væri við ágæta heilsu og gæti vel verið miklu lengur. Það eru ólög að láta fólk með góða starfs- getu hætta við þessi aldursmörk. Það hafði ákaflega vond áhrif á mig að verða að hætta að vinna. Ég fór inn í sjálfan mig og konan mín og sonur minn höfðu áhyggjur af mér. Eg hafði búið á Hagamelnum í 34 ár, en flutti nú austur á Selfoss þar sem sonur minn hefur búið. En ég kunni ekki við mig nema í Reykjavík og varð afskap- lega feginn þegar mér bauðst pláss á Hrafnistu og uni mér þar vel. Ég hef hér hálft starf og heilsan er góð, nema hvað ég er hálfslæmur í baki og fæt- urnir eru lélegir eins og þeir alla tíð hafa verið.“ Manni bjargað úr sjó á reginhafí „Jú, það er rétt. Ég hef verið sá láns- maður að bjarga mönnum frá drukkn- un. Þarna á ég bikar sem mér var veitt- ur fyrir að bjarga manni á ísólfi 1948. Þetta var á milli Færeyja og íslands, við höfðum verið að taka trollið og ég hafði kallað til mannanna úr brúnni að það væri að koma brot og bað þá að forða sér. Ég hélt að öllum hefði tekist það, en svo reyndist ekki vera: Einn maður hafði fest í línu og dregist út- byrðis með trollinu þegar brotið kom. Ég varð ekki var við þetta og veit ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.