Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 18
18
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Sigurður og Edda með sonarson sinn Birgi Viðar Magnússon
Prestabugt. Síðan hélt varðskipið frá
ísafirði og hóf þáttöku í leitinni að
„Heiðrúnu II.“ ÍS-12. Leitað var í
Jökulfjörðum, en án árangurs.
Kl. 17.45 kallaði björgunarsveit
SVFÍ í Bolungarvík og óskaði eftir
að varðskipsmenn tækju sveitina í
fjörunni framan við skipbrotsmanna-
skýlið í Stigahlíð og flytti þ im borð
í vélbátinn „Einar“ ÍS-8e. \ . þessu
verki lokið um kl. 19.00.
Par með má segja að þessum
björgunarleiðangri væri lokið. Margt
hafði skeð undanfarin dægur og oft
var atburðarásin það hröð að ekki
vannst tími til að skrásetja nema
helstu atriði hverju sinni og mun
þessi frásögn bera keim af því.“
Tilraun til björgunar
Frigg-VE 1973
„Næsti atburður sem ég vil segja
þér frá átti sér stað fimm árum síðar.
Þegar gosið hófst í Vestmannaeyjum
þann 23. janúar 1973 lá ég á spítala,
en komst á ról skömmu seinna og fór
þá á vakt um skeið vestur í stjórnstöð
Landhelgisgæslunnar, en þar var þá
margt um manninn vegna þessara vá-
legu atburða. En hinn 17. febrúar fór
ég um borð í Óðinn, sem ég hafði
verið með áður en ég lagðist á sjúkra-
húsið. Þorskastríðið vegna 50 míln-
anna stóð þá sem hæst og vorum við á
sveimi innan um bresku togarana,
ekki síst úti af Vestfjörðum, fram til
þess 28. mars, en við höfðum þá legið
í sólarhring eða svo inni á Hornvík.
En þennan dag léttum við akker-
um og héldum til s-vesturlandsins.
Vorum við komnir í Garðsjóinn
skömmu fyrir miðnætti næsta kvöld.
Veður var af vestri og fór versnandi.
En þá fréttum við af Vestmannaeyja-
bátum sem áttu í vandræðum undan
Grindavík og klukkan 6 að morgni
þess 29. mars lögðum við af stað suð-
ur fyrir Garðskaga í 10-11 vindstig-
um. Er þó ekki að orðlengja það að
bátarnir komust allir hjálparlaust að
landi — nema Frigg VE. 316, sem var
50 lestir. Leki hafði komist að bátn-
um og vélin stöðvast og var báturinn í
miklum nauðum staddur. Við héld-
um því áfram að berjast fyrir Garð-
skagann og suður með að Grindavík
og tók sú sigling fimm og hálfa
klukkustund! Til samanburðar má
nefna að þessa vegalengd hefðum við
að öllu jöfnu komist á tveimur og
hálfum klukkutíma. Er ekki of sterkt
til orða tekið að þetta var aftakaveð-
ur.
En þegar við loks komum að Frigg
hafði áhöfninni verið bjargað um
borð í annan Vestmannaeyjabát,
Öðling VE 202, sem Friðrik Ás-
mundsson, síðar skólastjóri, var
með, og rak bátinn því mannlausan.
Hér var úr vöndu að ráða, en þá
bauðst yfirstýrimaðurminn, Kristinn
heitinn Árnason, til þess að freista
þess að fara á gúmbáti með enda yfir
í Frigg, svo unnt yrði að draga hann
til hafnar. Þetta var karlmannlega
boðið, en ég treysti mér ekki til að
senda bát frá skipinu þegar svona
stóð á: Ef til vill hefði þetta verið í
lagi ef hægt hefði verið að hreyfa
varðskipið til eins og gúmbátnum
hentaði. En ég sá í hendi mér að eftir
að búið hefði verið að festa enda í
Frigg hefði varðskipið þar með verið
orðið bundið og óttaðist ég hreinlega
að okkur mundi reynast ógjörningur
að ná gúmbátnum aftur um borð. Þar
með neitaði ég þessari djarflegu upp-
ástungu, þótt raunalegt væri að
verða að horfa upp á það er bátinn
rak í átt að landi í veðurofsanum.
Við fylgdumst með honum allan
daginn í von um að veðrið lægði eitt-
hvað og aðstæður breyttust. En svo
fór ekki og um 5-leytið um daginn
misstum við af Frigg, þá komnir
grunnt inn á víkina vestanvert við
Selvogsvitann. Þá þorðum við ekki
lengra, enda aðeins hálf til ein míla
upp að ströndinni. Báturinn hvarf í
brimrótinu við ströndina og mun
eitthvað úr honum hafa fundist rekið
á fjörur seinna. En ég man að mönn-
um fannst það vera alveg furðanlega
lítið sem fannst.
Mér er það annars glöggt í minni
að þegar við tókum að mjaka okkur
fjær landinu á þriggja til fjögurra
mílna ferð, þá hryggjaði svo undir
varðskipinu að ég veit ekki hvernig
farið hefði ef við hefðum verið á svo
sem átta til tíu mílna ferð. Hef ég
stundum velt því fyrir mér hví ég var
að fylgjast með bátnum svo lengi, því
sýnt var að honum varð ekki bjargað
en varðskipið var lagt í verulega
hættu.
Tókum við nú að berjast vestur
fyrir Reykjanesið og gekk það af-
burða illa. Kominn var foráttusjór og
tók ég þann kost að fara út undir
Eldey og í gegnum Reykjanesröstina
í vari af Eldeyjarskerjunum. Var það
loks um kl. 12 um nóttina að við vor-
um komnir í Garðsjóinn að nýju og
var veðrið þá enn 8-11 vindstig. I
Garðsjónum létum við reka í leið-
indaveðri þann 30., en héldum þá