Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Side 84

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Side 84
84 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ í stríði með Rússum gegn Tyrkjanum Árið 1770, á dögum Katrínar miklu, réðst íslenski ævintýramaðurinn Árni Magnússon frá Geitastekk í herför með rússneska flotanum gegn Tyrkjum og segir hér frá upphafi þessa óvenjulega ferðalags egar ég hafði nú verið í tvö ár við Holmen, eftir út kom af arrestinu, heyrðist að sú rúss- iska keisarainna vildi begjöra fólk með sínum stríðsskipum inn í Tyrk- eríið. Nú voru ailir að láta sig skrifa með hennar væntanlegum skipum frá Austursjónum, því um jólatíðir reistu þeir tveir, kontra-admiral Arf og kommandör Basballe, er báðir höfðu verið í franskri þénustu og skildu öll tungumál. Þeir höfðu og angefið fyrir Hennar Majestet, keis- arainnunnar af Rússlandi, að þeir yrðu nauðsynlega að hafa nokkra danska matrósa með sér til þessarar reisu, sem og stýrimenn, timbur- menn,skipherra ogbátsmenn. Þartil voru allir fúsir, so ég trúi fyrir víst að kóngur hefði aldrei haldið einum manni í Hólmens þénustu, hefðu all- ir komið sem vildu. Þar var eg og með er mig út gaf fyrir konstabel, það er að hafa uppsikt með fallstykk- in. Daginn eftir kom sú ordre frá Admiralitetet, að skrifa skyldi 10 menn af hverju kompagnie. Urðu margir þungsinnaðir af þessu. Nú liðu stundir þar til þessi rúss- neski floti inn kom til Kaupmanna- hafnar. Margir af þessum, er voru skrifaðir, gengu til Laurwig, sem var greifi og ypparsta yfirvald yfir Hólm- ens fólki, að leggja góð orð til með sér, að anteknir yrðu með flotanum. Þegar Arf og Basballe komu, höfðu þeir orður að ei fleiri taka mættu en tvo af hverju kompagnie, og þeir sömu skyldu hafa góð attester að framvísa þeirra kapteini, að þeir séu skikkanlegir og góðir sjómenn. Nú kemur sá dagur er vér skyldum mæta í greifans garði, er admiral Arf og kommandör Basballe voru. Þá voru margir hræddir og skjálfandi að ei anteknir yrðu. Nú voru þó tíu upp- stilltir af hverju kompagnie, er þeir skyldu útvelja tvo. Hinir skyldu þéna þeim danska kóngi, sem öllum var þvernauðugt. Þegar vér vorum ant- eknir, fengum vér vora þrjá mánað- arpeninga sem voru 15 ríkisdalir og að þrem dögum liðnum skyldum vér mæta um borð í þau rússisku orlogs- skip. Vér lifðum eftir þessum orðum og komum nokkrir til admiralen og nokkrir til kommandören. Hinir þriðju til þess rússiska kapteins upp á orlogsskipið „Asia“, er var það þriðja og síðsta orlogsskip, er vor admiral hafði kommando yfir. Á öll- um þessum þremur stríðsskipum voru danskir bátsmenn, timburmenn og einn stýrimaður, er skyldu kenna þeim Rússum þá réttu skipsaðferð. Þar voru og anteknir í þessa ferð bæði lautinantar og fáir kapteinar, er voru allir danskir. Eftir þetta vorum vér uppstilltir á skipinu og máttum gjöra vorn eið að voga skyldum líf og blóð fyrir Hennar Majestet keisar- innunnar af Rússlandi, Katrine Al- exandria (Alexejevna). Að þessu búnu sögðu oss allir Rússar vel- komna um borð og næstkommander- andi sagði vér skyldum öngvan skort líða, hverki til fæðu eður klæða.“ Rússar voru ætíð glaðir og góðir „Nú lágum vér á Kaupinhafns reið hér um níu daga og fengum tíu skip- pund brauð af kóngsins próvíant- garði sem og ferskt uxakjöt hvern dag. Þegar Rússar smökkuðu það danska brauð, vildu þeir það eigi, heldur komu þeir kogtu vatni uppá það og knúsuðu í smáparta, og þegar krafturinn var kominn í vatnið af brauðinu, höfðu þeir það í staðinn fyrir öl og komu edik í bland, sem smakkaði mikið vel. Þeirra fæða var bæði mikil og góð, so vér óskuðum að reisan lengi vara skyldi. Vor vinna var nú ei stór — og sérdeilis góða undirofficere, sem voru Rússar, en þeir dönsku voru mikið verri bæði að straffa og láta oss vinna eftir sem vanir til voru á Hólminum. En vor kommandör sagði, þeir skyldu vera skikkanlegir og ei taka sér af því sem þeim ekkert við kæmi. Þeir skyldu vera mestir þegar vér kæmum til Tyrkjans. Þá vildi hann sjá þeirra dugnað og karlmennsku. Hér eftir urðu þeir mikið þegjandi og þanka- fullir, en Rússar voru ætíð glaðir og góðir, helst yfirvöldin. Ég var alltíð við fallstykkin og þess á milli að gera karduser og forladninger til fall- stykkjanna, en þegar vakt hafði var ég aftur uppi á skipinu, því þar voru mínar tvær kanónur eða fallstykki, er ég skyldi upppassa, þegar með þyrfti, því ætíð skyldu þær vera hlaðnar með púður og kúlur nótt sem dag, helst þegar inn komum í Tyrk- eríið.“ „Vil heldur þéna Rússum í tíu ár en þeim dönsku í fímm daga...“ „Kort sagt: Eg vil heldur þéna Rússum í tíu ár en þeim dönsku í fimm daga, bæði upp á atlæti og að- búnað, því þeir Rússar hafa meiri uppskikt til þeirra kóngs eður keis- ara en þeir dönsku. Vor kæra keis- arainna heldur mikið meir með þeim
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.