Gripla - 01.01.1990, Síða 12
8
GRIPLA
Glúms í sögu hans (13. kap.), þegar mannvíg hefur orðið á hestaþingi:
. . svá lýkr hér hverju hestaþingi’.1
Mikill munur er yfirleitt á heimildum um hestavíg í íslendingasögum
annars vegar og Sturlungu hins vegar. í íslendingasögum eru frásagn-
irnar felldar inn í drama sögunnar og hafa gildi fyrir gang hennar. En í
Sturlunga sögu er eins og oftast sé minnst á hestaþing af tilviljun líkt
og margt annað, sem varðar þjóðlíf á þeirri öld.2 Sérstöðu hefur lýsing
í 18. kapítula Arons sögu á hestavígi því, sem á að hafa farið fram í
Noregi um það bil 1235. Arons saga var raunar aldrei tekin upp í
Sturlungusafnið, þó að hún hafi stundum verið prentuð með því (og
einnig í Biskupa sögum). Það skyldi þó aldrei vera, að telja ætti Arons
sögu fremur til íslendingasagna en samtímasagna, þó að aðalpersónan
sé Sturlungaaldarmaður? Ýmislegt bendir til, að sagan sé ekki samin
fyrr en einhvern tíma á 14. öld, eins og Jón Jóhannesson hallast að í
formála sínum fyrir Sturlunga sögu.3 Efnisatriði gat höfundur Arons
sögu sótt til íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar, en samið annað frjáls-
lega að hætti a.m.k. sumra íslendingasagna. Einnig ber þess að geta,
að allnákvæmlega er lýst hestavígi í 12. kapítula í Guðmundar sögu
1 íslenzk fornrit IX, bls. 44. - f riti sínu Faxa (Ak. 1947, bls. 162-169) hefur dr.
Broddi Jóhannesson tilfært alla helstu staði í íslenskum fornritum, þar sem lýst er hesta-
vígum, og er óþarft að tína þá til hér. Einnig rifjar hann upp bernskuminningar um
Hestaþingshamar, sem sprengdur var, þegar brú var gerð á Héraðsvötn við Grundar-
stokk 1926. Raunar eru tveir Hestaþingshamrar í Skagafirði, annar stakur klettur við
Húseyjarkvísl, andspænis bænum Húsey, en hinn á grónum malareyrum neðan við
Flugumýri. Þá er Hestaþingshóll við Hvalfjarðareyri í Kjós (Landiðþitt, 2. bd. 1981, bls.
61). Hestavígshamar er og nefndur í Skagafirði (ísl. fornbréfasafn XII, bls. 165). Hesta-
þingseyrar eru á bökkum Norðurár f Mýrasýslu, þar sem mætast lönd Stórugrafar og
Munaðarness í Stafholtstungum (Kristleifur Þorsteinsson, Úr byggðum Borgarfjarðar
III, Rvík 1960, bls. 306; Ólafur Lárusson, Lög og saga, Rvík 1958, bls. 265; Alþingis-
bœkur íslands I, II, V, VII, sbr. registur þeirra; þar fóru með vissu fram dómþing á ára-
bilinu 1570-1693). Holta-Þóris saga, sem að vísu er talin saman sett á 19. öld (íslendinga
sögur, XI. bd., Rvík 1947, bls. VIII-IX og 495-496) segir frá hestaþingi, sem háð var,
þar sem heitir Hestaþingsháls nálægt Jökulsá á Sólheimasandi. Þó að sagan sé ung, kann
örnefnið að vera gamalt. Hér er engan veginn ætlunin að telja upp öll örnefni, sem
minna á hestavíg, heldur aðeins nefna dæmi.
2 Staðir í Sturlungu, þar sem minnst er á hestavíg, eru auðfundnir eftir atriðaorða-
skrá í útgáfu Jóns Jóhannessonar o.fl., Rvík 1946.
3 Sturlunga saga, Rvfk 1946, II, bls. xlix-li. - Sjá annars grein Aðalgeirs Kristj-
ánssonar, ‘Gísla saga og samtíð höfundar’, Skírnir 1965, bls. 148-158, þar sem fjallað er
um Arons sögu á annan hátt en hér er lauslega að vikið.