Gripla - 01.01.1990, Page 13
POSTULÍNSGERÐ OG HESTAVÍG
9
Hestaat. Mynd eftir ókunnan listamann, gerð á 19. öld, vafalaust efir lýsingum í
fornsögum. Myndin er varðveitt í safni Jóns Sigurðssonar í Landsbókasafni,
ónúmeruð.
dýra. Athuga ber, að texti sögunnar stendur líklega fjær frumgerð en
nokkurrar annarrar sögu í Sturlungasögusafninu.4
Talið er víst, að hestavíg hafi tíðkast á Norðurlöndum löngu fyrir ís-
lands byggð. Á sænskum myndsteini (rúnalausum), sem kenndur er
við Hággeby á Upplöndum í Svíþjóð og örugglega er talinn vera frá
því um 500, þ.e.a.s. frá því nálega fjórum öldum fyrir upphaf íslands
byggðar, er mynd, sem samkvæmt túlkunum fræðimanna er af hestaati.5
4 Sturlunga saga, Rvík 1946, I, bls. 183 og áfr., II, bls. xxx-xxxii.
Steinn þessi fannst í vegg gamallar kirkju í Hággeby, en er nú í Statens Historiska
Museum í Stokkhólmi (U 664, mynd nr. 80). Sjá Elias Wessén og Sven B.F. Jansson,
Sveriges runinskrifter VIII, Stockholm 1949-1951, bls. 135-142. Sbr. og Svale Solheim,
‘Hestekamp’, Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder VI, Rvík 1961, dálkar
538-540, og sami, Horse-fight and Horse-race in Norse Tradition (Studia Norvegica No.
8), Osló 1956, sérstaklega kaflinn ‘Hestavig’, bls 51 og áfr. Stuðst er við þessi rit Sol-
heims um ýmislegt fleira í þessari ritgerð.