Gripla - 01.01.1990, Side 16
12
GRIPLA
Um hestat ok taglskurð.
Hvervitna þar er menn etja hesti manns at úleyfi þess er á, bœti
skaða þann allan er af verðr ok gfundarbót eptir lagadómi þeim
er hest á. En ef hálfrar merkr skaði verðr á, bœti fullrétti eptir
lagadómi, svá sem með heipt eða pfund væri gert. En hverr
ábyrgiz sik sjálfr at hestavígi, hverir sem etja. Ef maðr lýstr hest
á hestaþingi nauðsynjalaust, gjaldi eiganda pfundarbót eptir
lagadómi, en ef hann spellaz af, bœti fyrir spell ok fullrétti eptir
lagadómi þeim er hest á. Ef maðr skerr tagl ór stóðhesti manns
eða þinghesti eða þeim hesti er maðr hefir í brúðfQr, bœti full-
rétti þeim er með hest ferr, nema hann hyggi annat, þá bœti sem
síðarr segir. Nú tekr maðr hepting af hrossi manns úlofat, gjaldi
eiganda eptir dómi ok ábyrgiz hross at qIIu ok verk þess, til þess
er eigandi kemr hQndum á, eða syni eineiði, nema inn seti til
auslagjalda. En ef hross eða annarr fénaðr rennr eptir manni,
seti inn á næsta bœ er á leið verðr fyrir honum, ella ábyrgiz at qIIu
ok bœti skaða, ef eiganda verðr at. Nú vill sá eigi taka með hon-
um eða láta inn setja fénað er fyrir sitr, þá ábyrgiz hann at qIIu.9
Eftirtektarvert er, að Jónsbók hefur allnákvæm ákvæði um verðlag á
hestum. Aðalreglan er, að hross á besta aldri og gallalaus eru virt
hvert um sig á við kú, og ýmislegt ákveðið um verðlag annarra hrossa.
‘Þetta skulu vera meðalhross’, segir undir lok þessara ákvæða. En í
þremur tilfellum eru hestar metfé, þ.e. verð þeirra er samningsatriði,
fer eftir mati hverju sinni: ‘Stóðhestr, ok sé verði betri fyrir vígs sakir,
þat er metfé. Geldr hestr, ok sé verði betri fyrir reiðar sakir, ok fyl-
hross í stóði, þat er metfé.’ Víghestar, reiðhestar og folaldsmerar hafa
algera sérstöðu og lúta ekki almennum verðlagsákvæðum.10
HESTAVÍG Á STURLUNGAÖLD
Það fer ekki milli mála, að Sturlunga saga er traustasta sagnfræðiheim-
ild um einstök hestavíg, þó að þeim sé ekki lýst þar í einstökum atrið-
um að slepptri Arons sögu og Guðmundar sögu dýra, sem áður getur.
9 Jónsbók . . . og réttarbœtr, Odense 1970 (endurprentun útgáfu Ólafs Halldórssonar
frá 1904), bls. 166-167.
10 Sama rit, bls. 215-217 (kaupabálkur: ‘Fjárlag almenniligt á vár’).