Gripla - 01.01.1990, Qupperneq 17
POSTULÍNSGERÐ OG HESTAVÍG
13
Ljóst er, að hestavígin voru yfirleitt háð, þegar líða tók á sumar. Hér
skulu í örstuttu máli nefnd dæmi með tilvísun til Sturlunguútgáfunnar
frá 1946: Menn eru boðaðir til hestaþings 6. ágúst 1228 (I 322-23).
Hestaþing fer fram í Skagafirði sunnudaginn 8. ágúst 1238 (I 420).
Vera má, að hestaþingin hafi oft fallið saman við leiðarþing, en þau
hófust á sunnudegi í 15.-19. viku sumars.11 Hestaþing virðast hafa verið
háð á stöðum, þar sem einnig voru haldnar aðrar samkomur: Hesta-
þing er á Leiðarhólmi í Dölum á sunnudegi, líklega nálægt 1170 (1101),
á Kleifum í Gilsfirði um svipað leyti (1102), á Vatnsenda í Vesturhópi,
illindi hljótast af, 1184 (I 132), hestaþing að Hamri í Fljótum 1194 (I
183). Hestaþing mörg í Borgarfirði: Sumarið 1253 sendi Þorgils skarði
Lórð Hítnesing vestan frá Stað á Ölduhrygg ‘suðr í Borgarfjprð at
helga Þverárleið . . . Riðu þeir um daginn til leiðar, ok váru þar hesta-
víg mQrg ok allmikit fjglmenni.’ (II 152).
HESTAVÍG í PORSTEINS ÞÆTTI STANGARHÖGGS
Hér skal svo tekið eitt dæmi úr fornsögu, sem Broddi nefnir ekki í riti
sínu. Sú frásögn, þótt stutt sé, sýnir gerla, hvernig hestaat fór fram og
hvað gat af því hlotist. Þetta er Þorsteins þáttur stangarhöggs, sem ger-
ist í Vopnafirði. Þorsteinn, aðalpersónan, er sonur Þórarins bónda í
Sunnudal, sem er orðinn gamall maður og sjónlítill, en hafði verið
rauðavíkingur á yngri árum. Þórður heitir húskarl Bjarna Brodd-
Helgasonar á Hofi og lætur menn kenna þess, að hann er ríks manns
húskarl. Þorvaldur og Þórhallur heita tveir ‘uppaustrarmenn’, þ.e.
slefberar, sem fara með háðglósur milli manna. Síðan segir í þættinum:
Þeir Þorsteinn ok Þórðr mæltu til hestaats ungum hestum. Ok er
þeir Qttu, þá vildi hestr Þórðar verr bítask. Þórðr lýstr nú á skolt-
inn hesti Þorsteins, er honum þótti sinn hestr verr hafa, mikit
hQgg. En Þorsteinn sá þat ok lýstr á móti hest Þórðar heldr
meira hQgg, ok rann nú hestrinn Þórðar, ok œpðu menn þá með
kappi. Þá lýstr Þórðr Þorstein með hestastafnum, ok kom á
brúnina, ok hljóp hon ofan fyrir augat. Þá risti Þorsteinn af
skyrtublaði sínu ok bindr upp brúnina ok lætr sem ekki hafi at
orðit ok biðr, at menn leyni þessu fQður hans. Ok fell þetta þar
11 Einar Laxness, íslandssaga l-ö, Rv. 1977, bls. 45; Grágás, . . . Skálholtsbók,
Khöfn 1883, bls. 638, og tilvísanir þar.